Áfrýjunardómstóll KKÍ dæmdi Haukum sigur
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
01.12.2022
kl. 18.02
Niðurstaða áfrýjunardómstóls KKÍ liggur nú fyrir í litla svindlmálinu sem Haukar, sem sögðust ekki vilja kæra lögbrot Tindastólsmanna, kærðu engu að síður Tindastólsmenn fyrir að hafa teflt fram fjórum erlendum leikmönnum í enga sekúndu í bikarleik liðanna sem fram fór í október. Niðurstaða dómsins var á þá leið að Tindastóll hefði brotið regluna og er Haukum því dæmdur 0-20 sigur í leiknum, sem þeir töpuðu , og Tindastóll skal borgar 250 þúsund króna sekt.
Meira