Mikilvægur sigur Tindastóls gegn Úlfunum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.07.2022
kl. 22.56
Tindastólsmenn fóru suður í dag og spiluðu við lið Úlfanna á Framvellinum í 4. deildinni. Leikurinn var ansi mikilvægur en nú er barist um sæti í úrslitakeppninni í haust. Lið Úlfanna var eitt tveggja liða sem Stólunum tókst ekki að leggja að velli í fyrri umferðinni en liðin gerðu þá 2-2 jafntefli í spennandi leik. Hefðu Stólarnir tapað hefðu Úlfarnir komist upp að hlið þeirra á töflunni en sú varð ekki raunin því Stólarnir náðu í flottan 2-3 sigur og styrktu stöðu sína í riðlinum.
Meira