Skagafjörður

Leikir helgarinnar hjá yngri flokkum Tindastóls

Það voru nokkrir leikir á dagskrá hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina ásamt því að Þór Akureyri stóð fyrir Hreinsitæknimóti sem ætlað var krökkum frá 1.bekk upp í 6.bekk.
Meira

Skagaströnd fékk flest stig á félagssvæði Kjalar

Kjölur stéttarfélag stóð ásamt níu öðrum bæjarstarfsmannafélögum að gerð könnunarinnar Sveitarfélag ársins síðastliðið vor en spurningar í könnuninni voru lagðar fyrir félagsfólk stéttarfélaganna í strörfum hjá sveitarfélögum. Könnunin var gerð í samstarfi við Gallup og byggð upp með hliðstæðum hætti og útnefningar fyrirtækis ársins og stofnunar ársins byggja á. Á starfssvæði Kjalar ríkti mest ánægja meðal starfsmanna Skagastrandar en minnst í Skagafirði.
Meira

Kaldavatnslaust í Túnahverfi seinni partinn

Vegna tenginga vatnsveitu í Nestúni verður lokað fyrir kalda vatnið í efri hluta Túnahverfis eftir hádegi í dag. Göturnar sem um ræðir eru Iðutún, Jöklatún og allar götur þar fyrir ofan.
Meira

Háskólabrú á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 30. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Farskólanum á Sauðárkróki en Keilir er miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Suðurnesjum. Þar verður hægt að fræðast um Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi sem hægt er að sækja bæði með og án vinnu.
Meira

Eitt sæti laust í Meistaradeild KS í hestaíþróttum

Nú hefur það verið upplýst hvaða dagsetningar eru ætlaðar fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum keppnistímabilið 2023. Eitt sæti er laust í deildinni og er fyrirhuguð úrtaka föstudaginn 13. janúar í reiðhöllinni Svaðastöðum ef fleiri en eitt lið sækja um.
Meira

Eldur í Steinullarverksmiðjunni

Slökkviliðið Brunavarna Skagafjarðar var kallað út í gær vegna elds í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Á Facebooksíðu þess kemur fram að tildrög eldsins megi rekja til þess að glóð frá spunavél hafi náð að kveikja eld í hersluofni verksmiðjunnar sem síðar barst í hreinsunarkerfi verksmiðjunnar og kveikt í síum sem þar eru.
Meira

Höfðingleg gjöf á sjúkrahúsið til minningar um móður skáldsins

Á dögunum mættu galvaskar konur úr Kvenfélagi Sauðárkróks á heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki til þess að afhenda formlega gjöf til minningar um Sigríði Sigtryggsdóttur, móður Hannesar Péturssonar, skálds.
Meira

Lúðasveit í Háa salnum í Gránu á laugardagskvöldið

„Það hefur engin verið að bíða, en þeir eru samt að koma.“ Þannig hefst kynningartexti á viðburðinum Lúðar og létt tónlist sem mun skella á í Gránu nú á laugardagskvöldið. Það er ekki líklegt að það verði átakanlega leiðinlegt þegar lúðarnir láta ljós sín skína í upphafi aðventu en þeir hyggjast telja í nokkur lög og segja sögur af fólki og búfénaði.
Meira

Tæplega sólarhrings steyputörn lokið á nýju brúnni yfir Laxá í Refasveit

Lokið var við að steypa dekkið á nýrri brú yfir Laxá í Refasveit klukkan fimm í morgun eftir nær sólarhrings törn. Að sögn Aðalgeirs Arnars Halldórssonar, verkstjóra hjá Steypustöð Skagafjarðar, gekk verkið greiðlega og allir ánægðir með vel heppnaða vinnutörn.
Meira

Góður sigur á grjóthörðum Grindvíkingum

Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur í gær þar sem hálf lemstraðir heimamenn biðu þeirra með einn erlendan leikmann í sínum röðum þar sem einn var í banni og annar ekki kominn með leikheimild. Þrátt fyrir það voru heimamenn sprækir og börðust allt til síðasta blóðdropa en á endanum voru Stólarnir of sterkir og héldu glaðbeittir heim á Krók með stigin tvö í pokahorninu. Lokatölur 83-94 og bæði lið með sex stig að loknum sex umferðum.
Meira