Skagafjörður

Truflanir í hitaveitu á Sauðárkróki :: Sundlauginni lokað

Vegna kuldans sem nú ríkir virðist sem þrýstingur hafi fallið í hitaveitu í bænum, fyrst í efri byggðum en síðar í öllum bænum. Búið er að loka sundlauginni og biðja stórnotendur að draga úr notkun.
Meira

Hjalti Pálsson hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir Byggðasögu Skagafjarðar

Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar, hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir ritröðina sem telur alls tíu bindi. Útgefandi Byggðasögunnar er Sögufélag Skagfirðinga. Fram kemur í greinargerð Hagþenkis að þar væri á ferðinni mikilsumsvert framlag til lengri tíma en í ályktunarorðum viðurkenningarráðsins sagði um ritin: „Yfirgripsmikið fjölbindaverk, skrifað af þekkingu og stutt margvíslegum heimildum ásamt fjölda ljósmynda.“
Meira

Erfiðast að finna þær! | Ég og gæludýrið mitt

Bríet Rán Stefánsdóttir, 9 ára, býr í Stekkholti rétt fyrir utan Sauðárkrók ásamt móður sinni, Hilmu Eiðsdóttur, föður, Stefáni Inga Sigurðssyni og systur, Heiði Fanneyju. Í Stekkholti er að finna bæði hesta og kindur en Bríeti Rán langar að segja okkur aðeins frá hömstrunum Karólínu og Kex. Þær systur (Bríet og Heiður) voru svo heppnar að fá sinn hvorn hamsturinn í gjöf frá vinkonu Heiðar fyrir nokkrum árum síðan og hjálpuðust þær að við að gefa þeim og halda búrunum hreinum.
Meira

Dagmar Helga Helgadóttir sigraði í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði var haldin í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í alls 22 skipti í Skagafirði. Stóra upplestrarkeppnin er miklu meir en keppni einn dagpart því er markvisst unnið með framsögn í skólastarfi allt frá degi íslenskrar tungu á ári hverju, en markmið Stóru upplestarkeppninnar er að allir nemendur fái þjálfun í því að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Meira

Fréttatilkynning Húnabyggðar um nauðsyn þess að breyta raforkulögum

Sveitarstjórn Húnabyggðar tók á fundi sínum í gær undir bókanir Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Samtaka Orkusveitarfélaga um nauðsyn þess að breyta raforkulögum til að tryggja framgang orkuframleiðslu í landinu á eftirfarandi hátt:
Meira

Tap hjá 10. fl. drengja gegn Breiðablik b

Á sunnudaginn mættust Tindastóll og Breiðablik b í 10. flokki drengja og því miður er lítið hægt að segja um þennan leik nema að okkar strákar náðu sér aldrei á strik.
Meira

Törnering hjá 7.fl. stúlkna í Síkinu sl. helgi

Um helgina fór fram fjórða umferð Íslandsmóts 7. flokks og var B-riðill stúlkna spilaður í Síkinu á Sauðárkróki og gekk það vel fyrir sig. Stelpurnar okkar spila í sameiginlegu liði Tindastóll/Kormákur og áttu þær fjóra leiki yfir helgina.
Meira

Göfug markmið hálli en áll :: Leiðari Feykis

„Ef þú nærð takmarkinu þínu, þá stefnirðu greinilega ekki nógu hátt,“ sagði Michelangelo forðum. Það er göfugt að hafa háleit markmið, sérstaklega ef þau eru raunsæ. Ég t.d. er löngu hættur að reyna að setja mér markmið sem ég veit að koma aldrei til með að verða að veruleika og hrekk hreinlega í kút þegar ég dett í einhverja fáránlega dagdrauma um kílóamissi með breyttu mataræði eða stórátök í ræktinni. Mér finnst betra að hugsa eins og tækjaglaður iðnaðarmaður: Betra er að eiga en vanta!
Meira

Morgunverðarfundur: Jarðvegsmengun – áskoranir, launir og nýting auðlindar -- Uppfært

Nú kl. 9 hefst morgunfundur Verkís sem ber yfirskriftina Jarðvegsmengun – áskoranir, lausnir og nýting auðlindar. Þar munu þrír fyrirlesarar auk fundarstjóra og sérfræðingur Verkís flytja erindi. Fundurinn stendur til kl. 10.30
Meira

Eimskip gerist einn af aðal styrktaraðilum Landsbjargar

Eimskip og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið gerist einn af aðal styrktaraðilum Landsbjargar, með sérstaka áherslu á að styðja við björgunarstarf og forvarnir á sjó og landi. Í sameiningu munu félögin vekja sérstaka athygli á slysavarnaverkefninu Örugg á ferðinni, sem snertir á öllum flötum samgangna, og sérstaklega hvetja til aukinnar hjálmanotkunar.
Meira