Drangey-smábátafélag sendir stjórnvöldum tóninn
feykir.is
Skagafjörður
26.01.2023
kl. 11.12
Á félagsfundi Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar, sem haldinn var sl. sunnudag, voru samþykktar ályktanir er lúta að breyttum reglum strandveiða. Þá mótmælir félagið þeirri hugmynd að botndregnum veiðarfærum og handfæraveiðar verði settar undir sama hatt. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á þeirri fyrirætlan stjórnvalda að auka veiðar með botntrolli nálægt landi, jafnvel upp að þriggja mílna landhelgi í nafni umhverfisverndar og minni kolefnislosunar.
Meira
