Skagafjörður

Húnavaka rétt handan við hornið

Nú styttist í Húnavöku og dagskráin komin út. Á dagskrá eru bíngó til styrktar meistaraflokks Kormáks/Hvatar, myndlistasýningin FLÓI, Veltibíllinn í boði Sjóvá, bókamarkaður og glæsileg fjölskyldudagskrá.
Meira

Sjónhorni og Feyki seinkar

Af óviðráðanlegum ástæðum seinkar útgáfu Sjónhornsins og Feykis í þessari viku og eru áhangendur, auglýsendur og áskrifendur beðnir afsökunar á því. Miðlarnir fara að öllum líkindum í dreifingu á morgun, fimmtudag, og ættu því allflestir á drefingarsvæðinu að vera komnir með Sjónhornið í hendur fyrir helgi eins og vanalega.
Meira

Hundur féll tæpa 20 metra niður í grýtta urð

Um klukkan 18:50 í gærkvöldi var björgunarsveitin í Skagafirði kölluð út. Hundurinn Þoka, hundur Steinars Gunnarssonar, hafði þá hætt sér of nærri klettabrún við Gönguskarðsána og fallið fram af klettinum niður tæpa 20 metra í gilið og lent í grýttri urð, rann hún þar niður að flæðarmáli.
Meira

KRISTNIBOÐSMÓTIÐ Á LÖNGUMÝRI Í SKAGAFIRÐI 8. - 10. JÚLÍ 2022

Mótið hefst föstudaginn 8. júlí, kl. 21:00. Fjölbreytt dagskrá alla helgina! Laugardaginn kl. 17:00 verður kristniboðssamkoma Sunnudag kl. 11:00 verður messa í Glaumbæjarkirkju. Predikari er Leifur Sigurðsson kristniboði.
Meira

Sumarmessa í Knappstaðakirkju

Sunnudaginn 10. júlí kl.14 verður hin árlega sumarmessa haldin í Knappstaðakirkju og eru hestamenn sérstaklega hvattir til að mæta á fákum sínum. Stefán Gíslason spilar undir almennan safnaðarsöng. Sr. Gísli Gunnarsson þjónar. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi í kirkjugarðinum.
Meira

Kópavogspiltar höfðu betur í toppslagnum

Það var toppslagur í B-riðli 4. deildar í gærkvöldi þegar Tindastólsmenn sóttu kappana í liði KFK heim. Leikið var í Fagralundi í Kópavogi og ljóst að sigurliðið væri komið í lykilstöðu í riðlinum. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli á Króknum í fyrstu umferðinni í sumar og þá var ljóst að mótherjinn hafði á að skipa vel spilandi liði. Það fór svo í gær að þeir reyndust örlítið sterkari á svellinu og uppskáru 3-2 sigur.
Meira

Sumarið er tíminn

„Sumrin eru ávallt nýtt vel til framkvæmda og er sumarið í ár þar engin undantekning,“ segir í frétt á Skagafjörður.is. „Nýjar götur og ný hús rísa og fjölbreyttar framkvæmdir erum í gangi um allan Skagafjörð.“
Meira

„Eitt afdrifaríkt kvöld á karaoke bar í San Francisco...“

Það er nokkuð um liðið síðan Feykir skaust með lesendur sína út fyrir landsteinana til að kynnast degi í lífi brottflutts. Nú tökum við því gott tilhlaup og stökkvum alla leið til Káliforníu eins og fylkið heitir í Lukku-Láka bókunum. Í höfuðborg fylkisins, Sacramento, tekur Björk Ólafsdóttir á móti lesendum og við skulum ímynda okkur að hún taki á móti okkur heima hjá sér því tæki hún á móti okkur í vinnunni er ekki víst að við höfum átt góðan dag – hún er nefnilega bráðalæknir.
Meira

Borðspil - 1830: Railways & Robber Barons

1830: railways & robber barons er eitt af fjölmörgum spilum í 18xx seríunni og er allajafna notað sem viðmið fyrir önnur spil í seríunni. Spilið gengur út á að græða pening, sem leikmenn gera með því að stofna (og stundum setja á hausinn) lestarfyrirtæki og senda lestir milli borga. En leikmenn þurfa líka að vera klókir á hlutabréfamarkaði spilsins.
Meira

Unnur Valborg hættir sem framkvæmdastjóri SSNV

Í morgun kom ný stjórn SSNV saman til fjarfundar og lágu níu dagskrárliðir fyrir fundarmönnum. Stærsta fréttin af fundinum telst vafalaust uppsögn framkvæmdastjóra samtakanna, Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin fjögur ár.
Meira