Upplestur úr nýjum bókum á Króknum í kvöld
feykir.is
Skagafjörður
16.11.2022
kl. 11.08
Í kvöld munu nokkrir rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum á bókasafninu á Sauðárkróki. Viðburðurinn hefst klukkan 20 og í boði verður, auk upplestursins, jólate og konfekt. Þess má geta að í sumum bókanna kemur Skagafjörður talsvert við sögu, segir í tilkynningu safnsins.
Meira