Skagafjörður

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - Fyrsti hluti :: Ísland viðurkennir sjálfstæði Króatíu og Slóveníu

Ferðalag íþróttafélagsins Molduxa frá Sauðárkróki í maímánuði 1994 var nokkuð sérstakt fyrir þær sakir að liðsmenn félagsins heimsóttu Balkanskagann, n.t.t. Króatíu, skömmu eftir að þjóðin öðlaðist sjálfstæði og sagði skilið við sambandsríkið Júgóslavíu. Auk Króata samanstóð Júgóslavía af sex sambandslýðveldum: Serbíu, Slóveníu, Makedóníu, Svartfjallalandi og Bosníu-Hersegóvínu. Mikið hafði því gerst á þeim slóðum sem Molduxar heimsóttu vorið 1994 og samtímis sá ekki fyrir endann á þeim hildarleik sem reið yfir Balkanskagann á 10. áratug síðustu aldar, voru því körfuknattleiksmennirnir frá Sauðárkróki á jaðri átakasvæða stríðsins.
Meira

Ulf Örth ráðinn aðstoðarþjálfari hjá liðum Tindastóls

Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að Ulf Örth hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokka karla og kvenna hjá Knattspyrnudeild Tindastóls út þetta tímabil.
Meira

Miklir vatnavextir eftir rigningar undanfarið

Fram kemur á vef Rúv að miklir vatnavextir séu eftir rigningar að undanförnu. Mest hefur rignt í Norðurárdal og á Öxnadalsheiði og árnar sem þaðan renna í Norðurá eru mjög vatnsmiklar.
Meira

Ályktun um strandveiðar send Matvælaráðuneytinu

Smábátafélagið Drangey hefur sent ályktun um stranveiðar til matvælaráðuneytisins.
Meira

Áskorandapenninn - Að búa í Reykjavík

Í ár markar þau merkilegu tímamót að það eru 20 ár frá því ég flutti frá Sauðárkróki til Reykjavíkur. Finnst eins og það hafi verið í gær að ég var sveittur tölvunörd spenntur að fá að taka þátt í hasarnum og gleðinni sem fylgir því að búa í Reykjavík. Í dag, 20 árum seinna, er ég ekki sveittur tölvunörd heldur miðaldra, þybbinn og sveittur tölvunörd (vildi óska þess að ég hefði farið eftir predikunum hans Árna Stef um mikilvægi hreyfingar þegar ég var í skóla).
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Á vef Veðurstofun Íslands kemur fram að gul viðvörun er í gildi fyrir stóran hluta landsins, þar á meðal á Ströndum og Norðurlandi vestra.
Meira

Kaldavatnslaust á Hofsósi í dag

Fram kemur á vef Skagafjarðar að Kaldavatnslaust verður á Hofsósi í dag eftir hádegi og fram eftir degi vegna endurnýjunar á kaldavatslokum í götum.
Meira

Óx fær Michelin-stjörnu

Brottflutti skagfirðingurinn Þráinn Freyr Vigfússon, einn eigenda veitingastaðarins Óx í Reykjavík, tók nú á dögunum við hinni eftirsótti Michelin-stjörnu fyrir hönd veitingastaðarins.
Meira

Seiglusigur Stólastúlkna í slagveðursslag í Grindavík

Stólastúlkur sóttu sigur á Suðurnesið í kvöld þegar þeir sóttu lið Grindvíkinga heim. Lið Grindvíkinga var í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar fyrir leikinn en Tindastóll í þriðja. Staðan á toppi deildarinnar er hrikalega jöfn og spennandi og ljóst að liðin mega lítið misstíga sig. Það gerðu Stólastúlkur að sjálfsögðu ekki og gerðu tvö mörk á lokakafla leiksins og útslitin því 0-2.
Meira

Starf forstjóra Byggðastofnunar auglýst

Í gær var auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Byggðastofnunar. Snemma á árinu var Aðalsteinn Þorsteinsson, þáverandi forstjóri Byggðastofnunar, settur forstjóri Þjóðskrár Íslands tímabundið. Samtímis var Arnar Már Elíasson settur tímabundið í embætti forstjóra Byggðastofnunar en hann var áður staðgengill forstjóra. Í vor var Aðalsteinn síðan skipaður skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu og mun þar af leiðandi ekki hverfa aftur til Byggðastofnunar.
Meira