Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - Fyrsti hluti :: Ísland viðurkennir sjálfstæði Króatíu og Slóveníu
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
09.07.2022
kl. 08.58
Ferðalag íþróttafélagsins Molduxa frá Sauðárkróki í maímánuði 1994 var nokkuð sérstakt fyrir þær sakir að liðsmenn félagsins heimsóttu Balkanskagann, n.t.t. Króatíu, skömmu eftir að þjóðin öðlaðist sjálfstæði og sagði skilið við sambandsríkið Júgóslavíu. Auk Króata samanstóð Júgóslavía af sex sambandslýðveldum: Serbíu, Slóveníu, Makedóníu, Svartfjallalandi og Bosníu-Hersegóvínu. Mikið hafði því gerst á þeim slóðum sem Molduxar heimsóttu vorið 1994 og samtímis sá ekki fyrir endann á þeim hildarleik sem reið yfir Balkanskagann á 10. áratug síðustu aldar, voru því körfuknattleiksmennirnir frá Sauðárkróki á jaðri átakasvæða stríðsins.
Meira