Skagafjörður

Önnur ljóðabók Sverris Magnússonar komin út

Ljóðabók Sverris Magnsússonar, Í dagsins önn, er komin út.
Meira

Stórsigur Stólanna á Stokkseyri

Tindastólsmenn skelltu sér suður í gær og léku við lið heimamanna á Stokkseyri í sjöundu umferð B-riðils 4. deildar. Það er skemmst frá því að segja að Stólarnir buðu upp á markaveislu og sáu heimamenn í liði Stokkseyrar aldrei til sólar í leiknum því Jóhann Daði kom gestunum yfir á fyrstu mínútu og þegar upp var staðið hafði markvörður heimamanna hirt boltann níu sinnum úr netinu. Lokatölur því 0-9.
Meira

Elín Berglind ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskólans Ársala

Elín Berglind Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskólans Ársala og mun hún hefja störf þann 15. ágúst næstkomandi. Elín Berglind tekur við stöðunni af Sólveigu Örnu Ingólfsdóttur, sem var nýlega ráðin leikskólastjóri við Leikskólann Ársali.
Meira

Trostan Agnarsson ráðinn skólastjóri Varmahlíðarskóla

Trostan Agnarsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Varmahlíðarskóla og mun hefja störf við upphaf næsta skólaárs þann 1. ágúst næstkomandi. Alls bárust tvær umsóknir um starfið.
Meira

ÓB-mótið tókst með ágætum þrátt fyrir kuldabola og bleytu

Nú um liðna helgi fór ÓB-mótið í knattspyrnu fram á Króknum. Þátttakendur voru 10 ára gamlar stúlkur sem komu víðs vegar að af landinu. Mótið heppnaðist með miklum ágætum, þátttakendur voru tæplega 700 og komu frá 23 félögum sem tefldu fram alls 110 liðum. Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska, örfá hitastig, norðanátt og rigning mestan partinn og sennilega hafa margir sárvorkennt þátttakendum að þurfa að standa í tuðrisparki við þessar aðstæður.
Meira

Áskorendapenninn - Stækkandi samfélag, aukin jákvæðni og samheldni.

Ég er fædd á Sauðárkróki og átti heima mína fyrstu mánuði á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði. Á Sauðárkróki ólst ég upp og fór út til Sviss á 18. afmælisdaginn minn.
Meira

Gildi hversdagsleikans :: Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Þegar plága geisaði sem mest um heiminn fyrir ekki svo löngu mátti gjarnan heyra sagt að nú væru runnir upp sögulegir tímar; þessir sem lesið er um í sögubókum; sem einkennast af stríðum og hörmungum; sem Íslendingar höfðu ekki fengið að reyna um allnokkurt skeið. Þar kom að við höfum nú mörg fengið nægju okkar af sögulegum tímum.
Meira

Júdó er ekki bara fyrir stráka! :: Íþróttagarpurinn Jóhanna María Íslandsmeistari í júdó

Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, varð Íslandsmeistari í júdó í flokki U13 á Íslandsmeistaramóti yngri flokka sem fram fór hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík þann 21. maí síðastliðinn. Varð sigurinn einkar glæsilegur þar sem Jóhanna þurfti að glíma við drengi þar sem hún var eina stúlkan í sínum flokki eins og Feykir greindi frá á sínum tíma.
Meira

Viðtal - Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor við Háskólann á Hólum

Nú fyrir skemmstu fóru fram rektorskipti við Háskólann á Hólum og tók þá Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir við stöðu rektors. Hólmfríður er með meistaragráðu í næringarfræði og doktorsgráðu í matvælafræði, hún hefur komið að mótun og uppbyggingu nokkurra verkefna og er búin að setja sitt mark á nýsköpun hérlendis. Feykir hafði samband við Hólmfríði og forvitnaðist aðeins um þessi tímamót hjá henni og Háskólanum á Hólum.
Meira

Saga hrossaræktar – lagaumhverfi greinarinnar :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var botninn sleginn í umfjöllun um félagskerfi hrossaræktarinnar. Í þessari grein verða gerð skil megin dráttunum í þróun lagaumhverfis hrossaræktarstarfsins í landinu. Ekki er hér um tæmandi yfirlit að ræða heldur verður stiklað á helstu vörðunum.
Meira