Stólarnir á toppnum með 14 stig í koppnum...
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
18.06.2022
kl. 21.24
Tindastólsmenn tróðust suður í sollinn í dag og mættu SR-ingum á Þróttarvellinum í borgarblíðunni. Fyrir leik stóðu Stólar á toppi B-riðils 4. deildarinnar með ellefu stig en lið SR var um miðjan riðil með sjö stig. Eftir að hafa skotið gestunum skelk í bringu á upphafsmínútunum réttu Donni og félagar kúrsinn og kræktu í stigin þrjú sem í boði voru. Lokatölur reyndust 3-5 og Stólarnir nú með 14 stig og enn taplausir í riðlinum.
Meira