Skagafjörður

Unnur Valborg hættir sem framkvæmdastjóri SSNV

Í morgun kom ný stjórn SSNV saman til fjarfundar og lágu níu dagskrárliðir fyrir fundarmönnum. Stærsta fréttin af fundinum telst vafalaust uppsögn framkvæmdastjóra samtakanna, Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin fjögur ár.
Meira

Aðgerðir í leikskólamálum í Skagafirði

Það hefur varla farið fram hjá neinum að vöntun er á starfsfólki víða í atvinnulífinu. Skagafjörður er engin undantekning hvað það varðar. Erfiðleikar við að manna vinnustaði eins og leikskóla hefur hvað mest áhrif á atvinnulífið og veldur fjölskyldum erfiðleikum, enda erfitt að vera í óvissu um hvað tekur við að fæðingarorlofi loknu eða jafnvel hvort hægt sé að flytja í nýtt sveitarfélag.
Meira

Helgi Margeirs ráðinn verkefnastjóri hjá unglingaráði kkd. Tindastóls

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur ráðið Helga Freyr Margeirsson sem verkefnastjóri unglingaráðs. „Ég er bara mjög spenntur að taka við þessu starfi sem verkefnastjóri hjá Unglingaráði. Það er svo gaman að starfa í körfuboltakreðsunni hérna í Skagafirði, ótrúlegur áhugi á starfinu hvar sem maður kemur og einhvernveginn alltaf eitthvað í gangi,“ sagði Helgi þegar Feykir spurði hvernig verkefnið legðist í hann.
Meira

Af Bæjarhátíðinni Hofsós heim

Bæjarhátíðin Hofsós heim hófst á sameiginlegri grillveislu í Höfðaborg á fimmtudeginum 23. júní. Þar var vel mætt og góð stemming. Þetta setti tóninn fyrir aðra viðburði hátíðarinnar en fólk lét veðrið ekki á sig fá, bjó sig vel og tók þátt í dagskránni. Nefna þarf sérstaklega grjótharða miðnæturhlaupara sem létu fjórar gráður og súld ekki stoppa sig.
Meira

Svíinn Pat Ryan tekur við kvennaliði Tindastóls í körfunni

Sagt er frá því á FB-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls að samið hefur verið við sænska þjálfarann Patrick Ryan um að taka við þjálfun meistaraflokks kvenna. Patrick er reynslumikill þjálfari, en hann hefur þjálfað frá 1991, m.a. bæði karla- og kvennalið í efstu deildum Svíþjóðar auk þess að hafa þjálfað mörg yngri landslið Svíþjóðar.
Meira

Skemmtiferðaskip búin að vera tvö ár á leiðinni

Nú í júlí byrja skemmtiferðaskip loks að koma til Sauðárkróks, það hefur staðið til að fá slík skip hingað seinustu tvö ár en vegna aðstæðna í heiminum varð ekkert úr því.
Meira

Stólastúlkur hársbreidd frá sigri í Hafnarfirði

Lið FH og Tindastóls mættust í Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöldi í toppleik Lengjudeildarinnar. Bæði lið hafa verið sterk varnarlega í sumar og höfðu fyrir leikinn aðeins fengið á sig fjögur mörk og það má því segja að ekki hafi komið sérstaklega á óvart að lítið var skorað í leiknum. Lið Tindastóls komst yfir snemma í leiknum en heimastúlkur náðu að jafna um tíu mínútum fyrir leikslok og liðin deildu því stigunum. Lokatölur 1-1.
Meira

Ný stjórn SSNV

Á aukaþingi SSNV sem haldið var í gær, 28. júní, var kjörin ný stjórn til tveggja ára.
Meira

Bjarki Már tekinn við liði Reynis í Sandgerði

Knattspyrnukappinn Bjarki Már Árnason, sem búið hefur á Hofsósi til fjölda ára, hefur nú fært sig um set en hann hefur verið ráðinn þjálfari hjá 2. deildar liði Reynis í Sandgerði. Bjarki er búinn að spila meistaraflokksfótbolta í 25 ár, hóf leik í Keflavík 1997 og lék nú síðast með liði Kormáks/Hvatar en hann var þó lengstum í herbúðum Tindastóls.
Meira

Vígslubiskup kjörinn

Gísli Gunn­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Glaum­bæ í Skagaf­irði, hef­ur verið kjör­inn vígslu­bisk­up á Hól­um.
Meira