Dómarar júní og júlímánaðar verðlaunaðir
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
19.08.2025
kl. 12.13
Í júníbyrjun sagði Feykir frá því að Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hafi verðlaunað Svetislav Milosevic fyrir það að vera leikjahæsti dómari maímánaðar en nú er komið að því að tilkynna þá dómara sem voru leikjahæstir í júní og júlí. Það eru þeir Baldur Elí Ólason og Styrmir Snær Rúnarsson sem náðu þeim flotta árangri enda voru þeir einstaklega duglegir á línunni í sumar en einnig flautaði Styrmir leik hjá 4. flokki. Strákarnir eru báðir leikmenn Tindastóls í 3. flokki og fengu þeir gjafabréf á N1 í verðlaun fyrir dugnaðinn. Feykir lagði fyrir þá nokkrar spurningar.
Meira
