Skagafjörður

Lífræn ræktun í Lýtó

Í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi býr Elínborg Erla Ásgeirsdóttir og stundar þar lífræna grænmetisræktun. Einnig er hún í býflugnarækt svo það er nóg við að vera. Elínborg hefur vakið athygli fyrir þessa starfsemi og er hún formaður í VOR, sem er félag framleiðenda í lífrænum búskap og fullvinnslu. Blaðamanni Feykis lék forvitni á að fræðast nánar um málið. Var þá bara eitt að gera en það var að fara í heimsókn í Breiðargerði.
Meira

Gaman að kenna honum ný trix | Ég og gæludýrið mitt

Það eru systurnar Tara Dögg og Emma Karen sem ætla að svara þættinum Ég og gæludýrið mitt að þessu sinni en þær eiga heima í Iðutúninu á Króknum. Foreldrar þeirra eru Helga Sif Óladóttir og Sverrir Pétursson og flutti fjölskyldan á Krókinn árið 2018 en Sverrir á tengingu í Hjaltadalinn. Jólin 2022 voru eftirminnileg fyrir stelpurnar en þá fengu þær Herbert í jólagjöf frá foreldrum sínum og hefur hann heldur betur lífgað upp á heimilið.
Meira

Grísk lambaveisla með rótargrænmeti og hrísgrjónum | Matgæðingur Feykis

Erla Júlíusdóttir var matgæðingur vikunnar í tbl. 13 en hún flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar hún var átta ára gömul því faðir hennar, Júlíus Skúlason (Júlli skipstjóri), fékk skipstjórastöðu á Hegranesinu og síðar Klakk. Erla starfar í dag sem kennari og býr í Reykjavík og á þrjú börn. „Ég hef sérstakt dálæti á grískum mat þar sem sameinast ferskleiki, dásamleg krydd, næringargildi og hollusta,“ segir Erla.
Meira

Maggi kláraði með stæl

Eins og við á Feyki sögðum frá í gær hjólaði Magnús frá Brekkukoti hringinn í Skagafirði á handaflinu einu til að safna áheitum til að kaupa sér rafmagnsfjórhjól. Er skemmst frá að segja að Maggi kláraði verkefnið eins og að drekka vatn og kom síðdegis í Hofsós þar sem fjöldi fólks tók á móti honum.
Meira

Stólastúlkur nældu í stig í blálokin gegn Þrótti

Tindastólsstúlkur fengu lið Þróttar Reykjavík í heimsókn í kvöld í Bestu deildinni. Eins oft vill verða þá vildu bæði lið stigin sem í boði voru en það fór svo að þau fengu sitt hvort stigið sem gerði kannski ekki mikið fyrir gestina í toppbaráttu deildarinnar en gæti reynst dýrmætt í botnslagnum fyrir lið Tindastóls. Lokatölur 1-1.
Meira

Hinir miklu lýðræðissinnar | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði.
Meira

Verða Fljótin heimsfræg í boði Biebers?

Það er ekki á hverjum degi – og kannski sem betur fer – að heimsins frægustu poppstjörnur poppi upp í Skagafirði til að búa til tónlist og tónlistarmyndbönd. Það fór þó ekki framhjá mörgum í vor að meistari Justin Bieber bjó um sig á Hótel Deplum í Fljótum og var við upptökur í stúdóinu sem Eleven Enterprise hafa útbúið í hinu gamla Samvinnufélagi Fljótamanna í Haganesvík.
Meira

Tindastóll - Þróttur í dag í Bestu deild kvenna

Stelpurnar í Tindastóli mæta Þrótti Reykjavík á Sauðárkróksvelli í dag kl. 18. Núna þarf Tindastóll allan stuðning sem í boði er til að forða sér frá fallsvæðinu. Mætum öll. Það verður börger og stemning. hmj
Meira

„Gott silfur er gulli betra”

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í BirmensTorf í Sviss lauk á sunnudaginn 10. ágúst. Vel fór um menn og hesta þó að hitinn væri meiri en alla vega Íslendingar eru vanir en hann var 25-35 gráður allan tímann. Talið er að um það bil 10 þúsund gestir hafi mætt á mótið.
Meira

Brekkukotshraðlestin lögð af stað

Rétt í þessu var Magnús Jóhannesson að leggja í áheitaferð sína hringinn í Skagafirði. Hann fór frá Sauðárkróki kl. 8:30 og stefnir hraðbyr fram í Varmahlíð. Þaðan fer hann yfir Vötn og síðan út Blönduhlíð og svo alla leið á Hofsós. Honum fylgir fríður flokkur og eiga sjálfsagt fleiri eftir að slást í hópinn. Magnús er að safna fyrir rafmagns fjórhjóli sem er sérstaklega hannað fyrir fatlaða. Blaðamaður Feykis náði í skottið á Magga við Bergstaði og var hann brattur að vanda og sóttist ferðin vel. Þeir sem vilja heita á Magnús geta lagt inn á bankareikning í hans nafni 0123-15-221719, kt. 110468-3429.
Meira