Bullandi óánægja með endurhönnun leiðakerfis Strætós
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
04.02.2025
kl. 09.51
Vegagerðin á og rekur landsbyggðarstrætó og þar hefur verið unnið að endurhönnun leiðakerfisins. Það er hins vegar óhætt að segja að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru hafa ekki fallið í kramið hjá fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra enda virðist sem svo að hugmyndirnar feli einkum í sér minni þjónustu. Byggðarráð Skagafjarðar skorar á innviðaráðherra, Eyjólf Ármannsson frá Flokki fólksins, að taka málið til skoðunar enda ákvörðun Vegagerðarinnar „...í hróplegu ósamræmi við 3. grein stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins þar sem segir að auka eigi fjárfestingar í samgöngum um land allt.“
Meira