Opið fyrir umsóknir í Slipptöku Driftar EA 2025
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.04.2025
kl. 12.16
Drift EA er að fara af stað með mjög spennandi nýsköpunarprógramm fyrir frumkvöðla og teymi með þróaðar hugmyndir. Um er að ræða fjórar vinnustofur sem endar á kynningu – og getur opnað leið fyrir þátttakendur inn í Hlunninn, ársprógramm með fjármagni, ráðgjöf og stuðningi. Drift EA hefur opnað fyrir umsóknir í Slipptökuna (e. Test Drive) 2025. Í Slipptökunni felast fjórar kraftmiklar vinnustofur fyrir frumkvöðla og teymi með hugmyndir sem eru tilbúnar á næsta stig. Slipptakan endar á formlegri kynningu verkefnanna þar sem valin verkefni komast áfram í Hlunninn.
Meira