Skagafjörður

Ef þú ert ekki tilbúin að vinna fyrir því sem þú vilt þá viltu það ekki nógu mikið

Félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar þekkja vel til viðmælanda Feykis sem var í tbl 30 í fyrra en það var Karen Lilja Owolabi. Karen hefur nefnilega staðið vaktina uppi í golfskála síðastliðin fimm sumur og staðið sig frábærlega vel í að aðstoða iðkendur við allt sem viðkemur golfinu. En það eru kannski fáir sem vita hver Karen er og hvað hún hefur verið að sýsla. Feykir ákvað því að kynnast henni aðeins betur og sendi henni nokkrar spurningar.
Meira

Rækjur í hunangs- og hvítlaukssósu og döðlukaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 38, 2023, voru Sandra Hilmarsdóttir, starfar sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun, og Birkir Fannar Gunnlaugsson, starfar hjá Steinullinni. Sandra er fædd og uppalin á Króknum en Birkir er innfluttur frá Siglufirði. Sandra og Birkir hafa búið á Króknum síðan 2015 og eiga saman tvo drengi, Hauk Frey og Kára Þór. 
Meira

Tilkynning frá Skíðadeild Tindastóls

Margir hafa furðað sig á því af hverju Skíðasvæði Tindastóls sé ekki búið að opna fyrir skíðavina sína því ekki er vöntun á snjónum um þessar mundir. Rétt í þessu kom tilkynning frá formanni skíðadeildarinnar, Helgu Daníelsdóttur sem segir;
Meira

HSN tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd í maí

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá og með 1. maí 2025. Er þetta samkvæmt ákvörðun fyrrum heilbrigðisráðherra Willums Þórs í kjölfarið á uppsögn Félags- og skólaþjónustu A-Hún bs. á samningum um rekstur heimilisins. Rekstur heimilisins hefur þyngst á undanförnum árum og verið dragbítur á rekstri þeirra sveitarfélaga sem að rekstrinum hafa staðið, segir á heimasíðu Skagastrandar. 
Meira

Sara Björk Þorsteinsdóttir ráðin verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi vestra

Sara Björk Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi vestra eins og fram kemur á vef SSNV.
Meira

Gísli Þór gefur út sína tíundu ljóðabók

Ljóðabókin Á vígvelli meinsins er 10. ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, en hans fyrsta bók Harmonikkublús kom út árið 2006.
Meira

Siggu pizza og heitur eplaréttur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 37, 2023, var Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, leikskólakennari. Maðurinn hennar er Óskar Steinsson og eiga þau saman tvo syni. Aðalbjörg eða Alla eins og flestir þekkja hana undir á ættir sínar að rekja í Skagafjörðinn en er fædd í Austur Húnavatnssýslu, móður amma hennar og afi voru Ögmundur Eyþór Svavarsson og María Pétursdóttir.
Meira

Heilun til að safna fyrir viðgerðum

Viðamikilla viðgerða er þörf á húsi Sálarrannsóknarfélagsins að Skagfirðingabraut 9A og til að safna fyrir viðgerðum ætlum við að bjóða upp á heilun til styrktar viðgerðunum.
Meira

Tvö verkefni fengu styrk frá Íþróttanefnd Rannís

Íþróttanefnd á vegum Rannís hefur ákveðið að úthluta rúmri 21 milljón til 71 verkefna fyrir árið 2025. Á Norðurlandi vestra fengu tvö félög úthlutað úr þessum sjóð og fengu bæði félög 200.000 króna styrk. Ungmennasamband Skagafjarðar sótti um fyrir inngildingu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Skagafirði og  Skotfélagið Markviss  til kaupa á raddstýrðu stjórntæki fyrir Trapp völl.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd áætlar jákvæða rekstrarniðurstöðu

Á fréttavefnum huni.is segir að fjárhagsáætlun Skagastrandar 2025 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi rétt fyrir jól. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð um 11 milljónir króna. Tekjur eru áætlaðar 946 milljónir og þar af eru skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs áætlaðar 684 milljónir en aðrar tekjur 262 milljónir. Rekstrargjöld eru áætluð 867 milljónir, afskriftir 58 milljónir, og fjármagnsgjöld 10 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað jákvætt um 93 milljónir.
Meira