Skagafjörður

Finnst gaman að reyna finna einhverja fjársjóði í fornbókabúðum

Nú seilist Bók-haldið stafrænt suður yfir heiðar og mælir sér mót við Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur, þýðanda, bókavörð og skáld. Móa er árgangur 1976, fædd í Aix-en-Provence í Frakklandi en býr nú í Holtunum í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Petrína Rós Karlsdóttir og Geirlaugur Magnússon skáld en hann kenndi til fjölda ára við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra svo öllu sé nú til haga haldið og passað upp á tengingar hingað í hið villta [Norðurland] vestur.
Meira

Yngstu nemendur Varmahlíðarskóla fóru í vettvangsferð í Vesturdal

Nemendur í 1. og 2. bekk Varmahlíðarskóla fóru, ásamt kennurum, í vettvangsferð í Goðdalakirkju síðastliðinn miðvikudag. Á heimasíðu skólans segir að lagt var af stað frá Varmahlíðarskóla að loknum morgunverði og lá leiðin fram í Vesturdal að skoða kirkjuna og sjá silfurkrossinn sem hangir þar á vegg.
Meira

Gunnar Hrafn vill halda í fjölskylduhefðir og syngja í Miðgarði :: Jólin heima 11. desember í Miðgarði

Margir muna eflaust eftir því þegar ungt tónlistarfólk í Skagafirði tók sig til um seinustu jól og hélt glæsilega jólatónleika í beinu streymi frá félagsheimilinu Bifröst sem nefndust Jólin heima. Sami hópur hefur nú tekið sig saman og ætlar að halda Jólin heima að nýju en nú í Menningarhúsinu Miðgarði, vonandi fyrir fullum sal af fólki ef veður og vindar, Þórólfur og Svandís leyfa. Markmiðið er að halda tónleika þar sem ekkert er slegið af, hvorki í söng né hljóðfæraleik.
Meira

Stefán Vagn og Bjarni auðvitað í kolvitlausum flokkum!

Margir Skagfirðingar hafa væntanlega rekið augun í mynd sem birtist á samfélagsmiðlum í vikunni af fjórum reffilegum Alþingismönnum sem stilltu sér upp saman til myndatöku. Allir eru þeir Króksarar en Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson búa báðir á Sauðárkróki en hinir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, að sjálfsögðu sprungulausir Króksarar þó þeir búi sunnan heiða.
Meira

Lionsklúbbur Sauðárkróks færði Árskóla 750 þúsund krónur til bókakaupa

Í morgun afhentu fulltrúar Lionsklúbbs Sauðárkróks ungum fulltrúum Árskóla veglega peningagjöf til bókakaupa fyrir nemendur, alls 750 þúsund krónur. Er það von klúbbsins að gjöfin nýtist nemendum skólans vel og stuðli að meiri lestaráhuga og færni hjá þeim.
Meira

Ljósin tendruð og jólin færast nær

Í upphafi skóladags héldu nemendur Árskóla á Sauðárkróki í árlega friðargöngu út í bæ. Morguninn tók fallega á móti krökkunum, veðrið var stillt þó sannarlega væri nokkuð kalt. Friðarljósið var síðan fært upp Kirkjustíginn og staðnæmdist loks við krossinn á Nöfunum og síðan voru ljósin á honum tendruð. Viðburður sem jafnan kveikir jólaneistann í hugum flestra Króksara. 
Meira

Bara ýtt á rec og rúllað af stað – Spjallað við Eystein Ívar hlaðvarpara

Nú eru allir sem vettlingi geta valdið að ýmist varpa öndinni út um allt eða að hlusta á andvörpin – já eða hlaðvörpin. Í nútímanum geta allir verið með dagskrárvaldið en eitt er að búa til hlaðvarp og annað að fá hlustun. Feykir heyrði í gömlum kunningja, Eysteini Ívari Guðbrandssyni, sem hefur verið að gera það gott á þessum hlaðvarpsmiðum og spurði hann aðeins út í hvað hann væri að brasa á þessum síðustu og verstu.
Meira

Kostnaður við málefni fatlaðs fólks að sliga sveitarfélög á Norðurlandi vestra :: Uppfært

Húnaþing vestra ræður ekki við þátttöku í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra undir óbreyttum formerkjum. Málaflokkurinn er á ábyrgð ríkisins en Sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag verkefnisins. Gríðarlegur hallarekstur er vegna málaflokksins sem rekja má til afleiðingar Covid-19 faraldursins og stytting vinnutíma hjá vaktavinnufólki.
Meira

Áfram verður þrýst á um frekari aðgerðir vegna mengunartjónsins á Hofsósi

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, segir það valda vonbrigðum að Umhverfisstofnun virðist lítið tillit taka til þeirra athugasemda sem sveitarfélagið hafi sent inn við drögum að tillögu að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjóns af völdum bensínmengunar úr olíutanki N1 við Suðurbraut á Hofsósi. „Ég vona auðvitað að aðgerðirnar beri árangur en við hefðum talið að hægt hefði verið að ganga lengra í þessum fyrirmælum,“ segir Sigfús.
Meira

Friðarganga, tendrun ljósa, jólasveinalest og jólabingó

Eins og allir ættu að vita þá eru í gildi samkomutakmarkanir á Íslandi og af þeirri ástæðu verður aðventunni fagnað með breyttu sniði í Sveitarfélaginu Skagafirði dagana 26.-28. nóvember – þó reyndar með svipuðu sniði og í fyrra þar sem samskonar staða var uppi í samfélaginu. Í Skagafirði verður ekki formleg dagskrá við tendrun jólatrés á Kirkjutorgi og ekki verða Rótarýfélagar með jólahlaðborð í íþróttahúsinu á Króknum. Sveitarfélagið tekur hins vegar upp þráðinn frá í fyrra og býður að nýju upp á jólasveinalest og hreyfi-jólabingó.
Meira