Skagafjörður

UST gefur út fyrirmæli um úrbætur vegna umhverfistjóns á Hofsósi

Umhverfisstofnun hefur lagt fram fyrirmæli um úrbætur umhverfistjóns vegna bensínmengunar frá eldsneytistanki N1 ehf. á Hofsósi. Eru þau unnin af stofnuninni og byggja á tillögum sem settar voru fram sem úrbótaáætlun sem verkfræðistofan Verkís hf. vann fyrir hönd N1 ehf.
Meira

JólaFeykir mættur ferskur – fjölbreyttur og fínn

Þá er JólaFeykir 2021 kominn úr prenti; samsettur, heftaður og fínn og er drefing á blaðinu þegar hafin. Einhverjir ættu að fá hann inn um póstlúgina í dag og vonandi verður hann kominn á sína áfangastaði að mestu fyrir helgi. Blaðinu er dreift í öll hús á Norðurlandi vestra og svo fá áskrifendur utan svæðisins að sjálfsögðu blaðið sent. Vonandi á JólaFeykir eftir að kæta lesendur og koma fólki í örlítinn jólagír nú í upphafi aðventunnar.
Meira

Píratinn, Jón Þór Ólafsson, kærir oddvita yfirkjörstjórnar Norðvestur fyrir mögulegt kosningasvindl

Fyrrum þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, hefur kært framkvæmd atkvæðatalningar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningum, sem fram fóru í haust, til lögreglu. Telur hann mögulegt að lögbrot hafi verið framið af hálfu yfirkjörstjórnar og byggir kæran á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa (URK) og opinberum upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni.
Meira

Enginn úr sóttkví reyndist smitaður í FNV

Eins og fram kom á Feyki fyrir helgi greindist einn nemandi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra með Covid-19. Kennsla féll niður sl. föstudag og allir nemendur sendir í smitgát eða sóttkví í tengslum við þetta smit. Í gær var svo greint frá því á heimasíðu skólans að allir viðkomandi hafi fengið neikvæðar niðurstöður úr báðum sýnatökum.
Meira

100 nýir félagsmenn Sögufélags Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árin 2019-2020 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 18. nóvember 2021 kl. 16.15. Hjalti Pálsson formaður félagsins setti fund, bauð gesti velkomna og gat þess að aðalfundur ársins 2019 hefði farist fyrir vegna covid-ástands haustið 2020. Í upphafi fundar minntist hann Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og heiðursfélaga frá árinu 2008 en Kristmundur lést þann 4. desember 2020 og vantaði þá rúman mánuð í að verða 101 árs.
Meira

Frumsýning þjóðbúnings Pilsaþyts frestast um óákveðinn tíma

Til stóð að Pilsaþytur í Skagafirði myndi frumsýna þjóðbúning, sem þær hafa unnið að sl. tvö ár, þann 1. desember næstkomandi í Miðgarði. Í ljósi sóttvarnatakmarka vegna Covid-19 hefur þeirri samkomu verið slegið á frest í óákveðinn tíma.
Meira

Frjálsar handfæraveiðar – réttur sjávarbyggða og skref til sátta

Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Nýjar atvinnugreinar, fiskeldi og ferðaþjónusta, eru árstíðabundin aukabúgrein. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru skerðing á búseturétti þeirra.
Meira

Félag Hrossabænda fordæmir vinnubrögð við blóðtöku mera

Félags Hrossabænda hefur sent frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem vinnubrögð, sem viðhöfð voru og sjást á myndbandi við blóðtöku úr hryssum, eru hörmuð og fordæmd. Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn félagsins hafa ávallt bent á að velferð hryssna og folalda í blóðhryssnabúskap þurfi að vera í fyrirrúmi.
Meira

Hvassri norðanátt og snjókomu spáð í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir smá hvelli í nótt, aðfaranótt miðvikudags, og hefur gefið út gula viðvörun vegna slæmrar veðurspár fyrir mest allt landið. Hér á Norðurlandi vestra gildir viðvörunin frá kl. 23 í kvöld til kl. 7 í fyrramálið. Á því tímabili má reikna með norðan 15-20 m/s og snjókomu, skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. „Varasamt ferðaveður,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.
Meira

Sýningar á Ronju halda áfram

Samkvæmt tilkynningu frá Leikfélagi Sauðárkróks halda sýningar áfram á leikritinu Ronju ræningjadóttur þar sem leikarinn sem fór í sóttkví fyrir helgi fékk neikvæða útkomu úr PCR-prófi í gær. Sýning verður í dag, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 18. Aðeins þrjár sýningar eftir fyrir þá sem ekki hafa tryggt sér miða.
Meira