feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
04.12.2021
kl. 08.03
Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi, hafa verið valin í U21-landsliðshóp LH 2022 sem kynntur var í gær. Þau koma ný inn í hópinn ásamt ásamt fjórum öðrum. Á heimasíðu Landssambands hestamanna kemur fram að Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U21, hafi valið 16 knapa í U21- landsliðshóp LH fyrir árið 2022. Auk Guðmars og Þórgunnar koma Arnar Máni Sigurjónsson, Egill Már Þórsson, Jón Ársæll Bergmann og Matthías Sigurðsson ný inn í hópinn.
Meira