Skagafjörður

Brakandi fínn sigur á Breiðhyltingum í Síkinu

Tindastólsstrákarnir tóku á móti liði ÍR í Síkinu í gærkvöldi í nokkuð sveiflukenndum leik. Heimamenn höfðu frumkvæðið lengstum en í Breiðhyltingar hafa löngum átt í basli með að gefast upp og sú varð raunin að þessu sinni. Þegar leikurinn átti að vera kominn í öruggar hendur Stólanna þá slökuðu okkar menn á og lið ÍR gekk á lagið, minnkaði muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta. Þeir héldu hins vegar ekki dampi og á endanum tryggðu Stólarnir sér 21 stigs sigur, Lokatölur 98-77 þar sem byrjunarlið Tindastóls gerði 94 af 98 stigum og Nesi sá um rest.
Meira

Maddie smitar orku og jákvæðu hugarfari til alls liðsins

Tvær erlendar stúlkur spila með kvennaliði Tindastóls í körfunni í vetur. Önnur þeirra er Madison Anne Sutton, eða bara Maddie, en hún verður 23 ára þann 13. desember. Maddie er frá Knoxville í Tennesee-fylki Bandaríkjanna, ein níu systkina og síðan á hún sjö litlar frænkur og frændur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir hana.
Meira

Tvö af Norðurlandi vestra í U21-landsliðshópur LH

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi, hafa verið valin í U21-landsliðshóp LH 2022 sem kynntur var í gær. Þau koma ný inn í hópinn ásamt ásamt fjórum öðrum. Á heimasíðu Landssambands hestamanna kemur fram að Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U21, hafi valið 16 knapa í U21- landsliðshóp LH fyrir árið 2022. Auk Guðmars og Þórgunnar koma Arnar Máni Sigurjónsson, Egill Már Þórsson, Jón Ársæll Bergmann og Matthías Sigurðsson ný inn í hópinn.
Meira

Kvennaathvarf fest í sessi á Norðurlandi

RÚV segir frá því að kvennaathvarf á Akureyri hafi verið rekið sem tilraunaverkefni undanfarið rúmt ár en nú hefur starfsemi þess verið fest í sessi þar sem ljóst er að þörfin er mikil. Samtök um Kvennaathvarf reka athvarfið á Akureyri samhliða athvarfinu í Reykjavík.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, var kjörinn maður ársins fyrir árið 2020 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2021.
Meira

Jólin alls staðar - Jólalag dagsins

Á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru vegfarendur beðnir um að fara varlega í hálkunni sem nú liggur yfir öllu. „Njótið helgarinnar og aðventu jólanna,“ segir í kveðju hennar og með fylgir jólalag, fallega sungið af löggunum Ernu Kristjáns og Steinari Gunnarssyni.
Meira

Sérvalda tréð týndist svo fella varð annað

Nemendur 4. bekkjar Varmahlíðarskóla fóru í árlega vettvangsferð í síðustu viku til að fella og sækja jólatré í Reykjarhólsskóg. Í frétt á vef skólans segir að þessi hefð sé afar notaleg og ævintýri í hvert sinn. Búið var að undirbúa leiðangurinn en svo fór að tréð sem átti upphaflega að sækja fannst ekki aftur, snjókoma næturinnar hafði breytt ásýnd skógarins og þrátt fyrir talsverða leit fannst það ekki.
Meira

Vertu eldklár á þínu heimili!

Árlegt forvarnarátaki HMS og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fór í gang 1. desember og mun átakið vara út desember. HMS hefur unnið viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff, sem brenndist alvarlega þegar eldsvoði kom upp í íbúð í Mávahlíð árið 2019, og deilir hún lífsreynslu sinni með okkur til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Meira

Pabbi, komdu heim um jólin – Jólalag dagsins

Árið 1976 kom út hjá SG - hljómplötum 33 snúninga jólaplata þar sem Kristín Lillendahl söng tólf jólalög. Eitt þeirra, Pabbi, komdu heim um jólin, er eftir B. & .F Danoff en Ólafur Gaukur gerði íslenskan texta þar sem ung stúlka biður pabba sinn að vera heima um hátírnar og spyr: Viltu ekki vinna aðeins minna?
Meira

Stefnir í flotta skíðahelgi í Tindastólnum

Framundan er þriðja opnunarhelgin á skíðasvæðinu í Tindastólnum. „Það hefur verið frábær mæting síðustu tvær helgar,“ sagði Sigurður Hauksson, forstöðumaður svæðisins, þegar Feykir hafði samband. „Við tókum á móti fyrsta gönguskíðahópnum 13. nóvember og opnuðum neðri lyftuna viku síðar. Mikill snjór er á svæðinu og hafa æfingahópar nýtt sér opnunina og komið hverja helgi.“
Meira