Nýir sviðsstjórar ráðnir til Háskólans á Hólum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.11.2021
kl. 08.03
Í kjölfar nýlegrar endurskoðunar á framtíðarsýn Háskólans á Hólum og stefnumótun fyrir árin 2021-2025 hafa verið ráðnir tveir nýir sviðsstjórar sem taka munu sæti í framkvæmdaráði skólans. Báðar stöðurnar eru nýjar í skipuriti skólans og munu vinna sérstaklega með framtíðarsýn hans um að vera þekkt sem framúrskarandi fjölþjóðlegt lærdómssamfélag, eftir því sem fram kemur á Holar.is. Þar kemur ennfremur fram að sviðsstjórunum sé einnig ætlað að styrkja innra starf skólans og tengsl við atvinnulíf og samfélag.
Meira