Breytingar framundan hjá Gránu Bistro!
feykir.is
Skagafjörður
30.11.2021
kl. 13.06
Breytingar verða um komandi áramót í rekstri veitingastaðarins Gránu Bistro þegar núverandi rekstraraðilar, fyrirtækið Smith & Jónsson hættir afskiptum af rekstri veitingastaðarins. Þeim er þakkað kærlega fyrir frábært samstarf og framúrskarandi þjónustu á undanförnum mánuðum. Auglýst hefur verið eftir nýjum starfskrafti til að halda áfram með þróun veitingarekstur Gránu Bistro og við munum opna aftur með nýjar og spennandi hugmyndir á nýju ári.
Meira