Skagafjörður

Léttur yfir jólin – Jólalag dagsins

Fyrir jólin 1976 kom út jólaplatan Jólastjörnur með ýmsum flytjendum þar sem Ríó tríó kom heldur betur við sögu, eins og sagt er á heimasíðu Glatkistunnar. Platan naut mikilla vinsælda og mörg laganna hafa lifað með landsmönnum allt til dagsins í dag, og má þar m.a. nefna framlög Ríósins, Léttur yfir jólin og Hvað fékkstu í jólagjöf? Hér er um sömu plötu að ræða og Glámur og Skrámur slógu í gegn með Jólasyrpunni sinni, Jólahvað? og Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða.
Meira

Skert þjónusta á skrifstofum Sýslumannsins

Mánudaginn 13. desember nk. má búast við skertri þjónustu á skrifstofum Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, á Blönduósi og á Sauðárkróki, vegna flutnings á tölvukerfum sýslumanna.
Meira

SSNV dregur út nöfn tveggja vinningshafa

Þátttakendum í könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á Norðurlandi vestra var gefinn kostur á að skrá netfang sitt og fara í lukkupott en eins og fram kemur á vef SSNV voru vinningar ekki af verri endanum. Dregið var um tvö 10 þúsund króna gjafabréf í Sölubíl smáframleiðenda sem fer um héruð reglulega og selur gómsætan varning beint frá býli.
Meira

Skákþing Norðlendinga 2021

Tvísýnt var hvort Skákþingið gæti farið fram sökum landsfarsóttar sem herjar á landsmenn alla og setti þetta mjög mark sitt á þátttökuna en undirbúningur að mótinu var í höndum Skákfélags Sauðárkróks og var þar í forystu Jón Arnljótsson á Ytri-Mælifellsá. Löggiltur skákstjóri úr Reykjavík var Edda Birgisdóttir, Eiríkssonar Kristinssonar, þetta er skagfirskur leggur en Eiríkur var bróðir Sveins Kristinssonar er var þekktur skáksnillingur á sinni tíð.
Meira

Á Þorláksmessukvöldi – Jólalag dagsins

Ingi Sigþór Gunnarsson syngur hér lag Skagfirðingsins Hauks Freys Reynissonar Á Þorláksmessukvöldi en það lag var frumflutt fyrir um ári síðan. Heimildir herma að Ingi Sigþór muni flytja lagið á jólatónleikum næstu tveggja helga, og er það vel. Fyrir ári síðan sagði Haukur frá tilurð lagsins a Feyki.is:
Meira

Frístundahús og bílskúrar þurfa ekki lengur byggingarleyfi

Ný reglugerð hefur tekið gildi sem ætlað er að straumlínulaga leyfisveitingaferlið við húsbyggingar. Reglugerðin kveður á um upptöku nýs kerfis við flokkun mannvirkja, sem hafa mun bein áhrif á eftirlit sveitarfélaga, meðferð umsókna og útgáfu leyfa vegna allrar mannvirkjagerðar. Á heimasíðu HMS segir að nýja flokkunarkerfið þýði að bygging einfaldari mannvirkja mun ekki lengur vera háð útgáfu byggingarleyfis, heldur nægir að hafa svokallaða byggingarheimild sem mun draga verulega úr flækjustigi í slíkum framkvæmdum.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Þröm, austan Sæmundarár

Ekki tel jeg rjett, að setja nafnið í upphaflega mynd, Þrömr, því kynsbreytingin Þröm er búin að ná festu í málinu, sem ýms önnur orð er líkt stendur á fyrir. Hjer norðanlands virðist kk. beygingin Þrömr vera horfin um 1500.
Meira

Leyfir illa upplýstum vinnufélögum bara að pústa :: Liðið mitt Alex Már Sigurbjörnsson Liverpool

Alex Már Sigurbjörnsson, veitukall hjá Skagafjarðarveitum, er fæddur og uppalinn á Króknum en flutti sig fram í Varmahlíð og býr þar í dag með fyrirliða meistaraflokksliðs Tindastóls. Ekki fer miklum sögum af afrekum Alex á völlum fótboltans á síðu KSÍ annað en að hann hafi skipt úr Tindastól í Drangey og fengið leikheimild um miðjan júlí 2017. Alex er þekktari fyrir fimi sína á bassagítarinn þar sem hann er m.a. meðlimur Hljómsveitar kvöldsins. Hann vill þakka Halldóru frænku sinni fyrir þessa áskorun og dembir sér í spurningarnar.
Meira

Stefnt að rökkurgöngum í Glaumbæ helgina fyrir jól

Það er ljúft að leggja leið sína í Glaumbæ á aðventunni og hverfa einhverjar aldir aftur í tímann. Stemningin einstök í stilltu dimmbláu vetrarrökkrinu, stjörnurnar og ljósin á bæjunum blikandi í fjarska. Í JólaFeyki, sem kom út í lok nóvember tjáði, Berglind Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga, lesendum að stefnt væri á að fara rökkurgöngur í gamla bænum – væntanlega dagana 17. og 18. desember – ef aðstæður í samfélaginu og sóttvarnarreglur leyfa. JólaFeykir spurði Berglindi líka aðeins út í jólahald hennar.
Meira

Sigur Ármanns í Síkinu þrátt fyrir hetjulega baráttu heimastúlkna

Lið Tindastóls og Ármanns mættust í gær í 1. deild kvenna í körfubolta. Lið gestanna hefur verið að gera vel í vetur og var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn í gær. Þær höfðu yfirhöndina mest allan tímann og í kjölfar þess að Ksenja Hribljan fékk sína aðra tæknivillu og var vísað úr húsi þá reyndist lið Ármanns of sterkt í Síkinu. Þá ekki hvað síst vegna stórleiks Schekinah Sandja Bimpa sem Stólastúlkur náðu aldrei að hemja í leiknum en hún tók 25 fráköst og gerði 49 stig í 64-75 sigri Ármanns.
Meira