Skagafjörður

Sameining Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar samþykkt í skuggakosningum

Mikill meirihluti kjósenda skuggakosninganna svokölluðu sem fram fóru meðal nemenda í 8.-10. bekkja grunnskólanna í Skagafirði og nemenda í FNV sem ekki höfðu náð 18 ára aldri, var samþykkur sameiningu Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar en í aðdraganda kosninga um sameiningartillögu sveitarfélaganna, sem fram fara á morgun, var ákveðið að efna til fyrrgreindra skuggakosninga.
Meira

Mátturinn var með liði Tindastóls

Tindastólsmenn héldu vestur á Verbúðaslóðir í gær og léku við lið Vestra í Subway-deildinni. Eins og stuðningsmenn Stólanna vita þá hefur gengið ekki verið gott á okkar mönnum upp á síðkastið og fjórir leikir í röð tapast. Sigurinn hér heima gegn liði Vestra fyrir áramót var torsóttur og áttu því margir von á erfiðum leik á Ísafirði. Strákarnir blésu á allt slíkt og áttu glimrandi leik í öðrum og þriðja leikhluta og ekki skemmdi fyrir að Sigtryggur Arnar kom niður á gullæð og mokaði þristum eins og enginn væri morgundagurinn. Lokatölur 88-107 fyrir Stólana.
Meira

Krakkar geta sótt körfuboltanámskeið um helgina

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra verður með þrjú námskeið um helgina, tvö á Sauðárkróki, í samstarfi við unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og eitt á Blönduósi. Á morgun laugardag hefst fyrra námskeiðið á Króknum klukkan kl. 11:30 og stendur til kl. 13:30 og það seinna frá kl. 10:00 - 12:00 á sunnudag. Á Blönduósi verður námskeið á sunnudaginn milli klukkan 14:30 - 16:30.
Meira

Miklar rafmagnstruflanir þar sem orkumálin voru rædd

Þingmenn hafa þeyst um landið þvert og endilangt í kjördæmaviku sem nú er að renna sitt skeið en einnig hefur tæknin verið nýtt til fundahalda líkt og á dögunum þegar sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra og þingmenn Norðvesturkjördæmis ræddu saman á Teams. Þingmenn fengu þá að sjá með eigin augum hve rafmagnsöryggið á landsbyggðinni getur verið ótryggt.
Meira

Opnir fundir með Kristrúnu Frostadóttur

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið á ferðinni um landið og heiðrar íbúa Norðurlands vestra í dag, reyndar í gær líka þar sem hún boðaði fund á Hvammstanga. Fyrsti fundur dagsins hefst klukkan 12 á hádegi á Harbour á Skagaströnd.
Meira

Matgæðingar vikunnar - Lambaskankar og Toblerone mús

Sara Katrín Stefánsdóttir og Hjörleifur Björnsson eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Þau eru bæði Skagfirðingar í húð og hár en eru búsett í Kópavoginum ásamt börnunum sínum tveimur, þeim Hinriki og Guðrúnu Katrínu. Sara er geislafræðingur og vinnur á Geislameðferðardeild krabbameina á Landspítalanum og Hjörleifur er pípari og rekur sitt eigið fyrirtæki, Lagnaafl.
Meira

Bændurnir á Kúskerpi í fyrsta þætti Sveitalífs

Sjónvarpsstöðin N4 frumsýndi þáttinn Sveitalífið á miðvikudag og voru bændurnir á Kúskerpi sem fengu þann heiður að vera viðmælendur í fyrsta þætti. Sagt er frá fjósbyggingum, tæknibreytingum, upphaf ævintýrisins við byggðalínuna þar sem heimasætan fann ástina fyrir 50 árum.
Meira

Covid smit á hraðri uppleið

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra fyrr í dag segir frá áframhaldandi aukningu á smitum í umdæminu: „Töluverð hreyfing er á töflunni, en enn sem komið er eru fleiri ný smit að koma inn en þau sem að eru að detta út.“
Meira

Hrefna Jóhannesdóttir, formaður samstarfsnefndar í Skagafirði, hvetur alla til að mæta á kjörstað og kjósa út frá eigin sannfæringu

Hrefna Jóhannesdóttir, skógarbóndi á Silfrastöðum í Blönduhlíð, er oddviti Akrahrepps og formaður samstarfsnefndar hreppsins og Svf. Skagafjarðar. Í nefndinni sitja tíu fulltrúar, fimm frá hvoru sveitarfélagi og tveir til vara. Hrefna er ánægð með þátttöku á íbúafundum og ekki síst fyrir málefnalegar og góðar umræður sem fram fóru. En fyrst er hún spurð hvernig sameiningarviðræður hafi gengið hjá nefndinni.
Meira

Fjórgangsmóti Skagfirðings frestað

Hestamannafélagið Skagfirðingur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að fjórgangsmótinu, sem halda átti á nk. laugardag, hafi verið frestað í ljósi aðstæðna í samfélaginu til laugardagsins 5. mars. Vonast mótanefnd til að sjá sem flesta þá.
Meira