Frá árinu 2013 hefur Farskólinn verið í afar skemmtilegu og farsælu samstarfi við stéttarfélög um fræðslu og án efa má finna dæmi um samstarf lengra aftur. Í frétt á heimasíðu Farskólans segir að samstarfið hafi upphaflega hafist með því að Farskólinn hélt stök námskeið fyrir félagsmenn einstakra félaga og einnig á ákveðnum vinnustöðum en fljótlega þróaðist samstarfið og haustið 2014 sameinuðu félögin Kjölur, Sameyki (þá SFR) og Samstaða krafta sína og buðu sameiginlega upp á námskeið fyrir sína félagsmenn. Fljótlega bættist Aldan við og síðan Verslunarmannafélag Skagafjarðar.
Háskóli Íslands og Bandaríska sendiráðið á Íslandi leita nú að þátttakendum fyrir nýsköpunarhraðalinn Academy for Women Entrepreneurs (AWE) sem er sérstaklega ætlaður konum og hefst nú 3. febrúar og lýkur með útskrift þann 6. maí. Bæði einstaklingar og lið geta tekið þátt í hraðlinum og frestur til að skila inn umsókn um þátttöku rennur út 17. janúar. Nýsköpunarhraðallinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru verðlaun veitt í lok hraðalsins.
Þann 12. janúar hefur verið haldinn ljósadagur ár hvert í Skagafirði frá árinu 2015 til að minnast látinna ástvina með því að tendra útikertaljós við heimili sín. Þetta er í áttunda skiptið sem þessi dagur er haldinn en nú viðrar þannig til að erfitt getur reynst að halda loga lifandi á útikerti svo fólk er hvatt til að setja logandi kerti út í glugga.
Tækniskólinn og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mættust í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í beinu streymi á rúv.is í gærkvöldi. Það er skemmst frá því að segja að Tækniskólinn hafði betur í hörkuviðureign, 23-18.
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreyttar gildandi takmarkanir á samkomum innanlands til og með 2. febrúar næstkomandi. Á vef stjórnarráðsins segir að ákvörðun ráðherra byggist á tillögum sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að takmarka áfram sem mest útbreiðslu Covid-19 til að verja heilbrigðiskerfið.
Á dögunum var undirritaður samningur milli knattspyrnudeilda Tindastóls, Kormáks og Hvatar um að senda sameiginleg lið í yngri flokkum til leiks á Íslandsmótið í knattspyrnu tímabilið 2022. Á heimasíðu Tindastóls segir að flokkarnir sem sameiningin nær yfir eru fjórði og þriðji flokkur karla og kvenna, og annar flokkur karla. Liðin munu keppa undir nafninu Tindastóll/Hvöt/Kormákur.
Heilsugæslan á Sauðárkróki mun bjóða upp á bólusetningar gegn COVID-19 fyrir öll börn í Skagafirði, á aldrinum 5-11 ára í húsnæði Árskóla, næstkomandi fimmtudag frá klukkan 13 og fram eftir degi. Gengið verður inn um aðalinngang (A álma).
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er komin af stað enn einn veturinn. Þrjár viðureignir fóru fram í gærkvöldi en í kvöld mætir lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til leiks. Fram kemur á heimasíðu skólans að mótherji FNV í fyrstu umferð keppninnar sé Tækniskólinn í Reykjavík og hefst viðureignin kl. 19:40 í kvöld.
Stundin sagði frá því í gær að Kaupfélag Skagfirðinga hafi ákveðið að taka jurtapróteindrykkinn Teyg úr sölu og hætta framleiðslu hans. Einnig mun KS slíta samstarfi við Arnar Grant sem þróaði drykkinn í samstarfi við fyrirtækið ásamt Ívari Guðmundssyni, útvarpsmanni. Er þetta gert eftir að Vítalía Lazareva greindi frá brotum Arnars og félaga gegn sér en segja má að þjóðin hafi agndofa fylgst með umfjöllun af því máli sem komst í hámæli í síðustu viku.
Vegna skrifa í leiðara Feykis þann 2. nóvember sl. þá er vert að minna á að nú, 50 árum eftir Kvennafrídaginn, búa konur enn við kynbundið ofbeldi og misrétti af ýmsu tagi. Í tölfræði og staðreyndum sem aðstandendur Kvennaverkfalls hafa tekið saman birtist grafalvarlegur veruleiki kvenna. Tilkynningum um kynbundið ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst, það er misrétti í verkaskiptingu á heimilum og hreyfingar sem ala á andúð gegn konum, hinsegin fólki og útlendingum er að skjóta rótum hér á landi.
Fyrir rúmu ári lét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nú forsætisráðherra, þau orð falla í hlaðvarpinu Chess After Dark að ekki yrði auðvelt að ganga úr Evrópusambandinu eftir að inn væri komið. Þá væri umsóknarferlið að sambandinu alls ekki einfalt. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“
Sýning fór fram í Hillebrandtshúsi í Gamla bænum í Blönduósi og veitti gestum innsýn í skapandi samtal sem myndaðist þegar alþjóðlegir listamenn kynntu sér landslag, menningu og textílhefðir Íslands. Hver listamaður setti fram einstakt sjónarhorn og skoðaði hugtök eins og sjálfsmynd, ferli og stað í gegnum efni, vefnað og tilraunir með textíl.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Einar Örn Jónsson (1975) ólst upp á Blönduósi en býr nú í Reykjavík. Hljóðfæri Einars eru píanó eða hljómborð en það að vera þátttakandi í Í svörtum fötum ævintýrinu segir hann kannski ekki hafa verið afrek en það hafi verið ótrúlega skemmtileg upplifun. „Ég hef líka verið svo heppinn að fá að spila með mörgum af bestu tónlistarmönnum landsins. En stoltastur verður maður af að heyra lögin sín í útvarpinu. Ætli Jólin eru að koma sé ekki mesta afrekið!“