Konur í fyrsta sinn til liðs við Rótarýklúbb Sauðárkróks
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
05.11.2021
kl. 14.26
Allt er breytingum háð segir einhvers staðar. Rótarýklúbbur Sauðárkróks var stofnaður 1948 og félagar koma og fara eins og gengur. Í gær gengu þrír nýir félagar til liðs við klúbbinn. Þessi atburður er svo sem ekki í frásögur færandi nema að því leyti að þetta er í fyrsta sinn í 73 ára sögu Rótarýklúbbs Sauðárkróks sem konur ganga í klúbbinn.
Meira