Skagafjörður

Guðmar Freyr efnilegastur og Þúfur keppnishestabú ársins

Fyrr í dag fór fram á Hotel Natura verðlaunahátíð Landssambands hestamannafélaga en þar áttu þrír Skagfirðingar möguleika á knapaverðlaunum og tvö skagfirsk bú fyrir keppnishestabú ársins 2021. Guðmar Freyr Magnússon var valinn efnilegasti knapi landsins 2021 og Þúfur hlaut nafnbótina keppnishestabú ársins.
Meira

Viðburðaríkt sumar hjá Guðmari Frey Magnússyni - Tilnefndur sem efnilegasti knapi landsins

Sumarið hjá hinum unga og bráðefnilega knapa Guðmari Frey Magnússyni reyndist heilladrjúgt þrátt fyrir skakkaföll sem næstum kom í veg fyrir að hann næði að keppa á helstu hestamótum landsins. Árangurinn var það góður að valnefnd Landssambands hestamanna tilnefndi hann sem efnilegasta knapa ársins 2021, ásamt fjórum öðrum. Auk þess er Íbishóll tilnefndur sem keppnishestabú ársins hvar Guðmar keppir fyrir og þaðan kemur aðal hestakosturinn. Úrslit verða kunngjörð í dag 30. október á verðlaunahátíð sem einungis er ætluð boðsgestum en beina útsendingu frá verðlaunaafhendingunni verður hægt að nálgast á Alendis TV kl 17. Þá er Guðmar einnig tilnefndur til afreksknapa í ungmennaflokki hjá Hestamannafélaginu Skagfirðingi en úrslit þar ráðast á árshátíð félagsins sem haldin er 6. nóvember í Árgarði.
Meira

„Héldum ekki okkar plani,“ segir Helgi Rafn um leikinn í gær

Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Subway-deildinni í körfubolta og sóttu tvö mikilvæg stig í Skagafjörðinn í gærkvöldi þegar þeir báru sigurorð af lánlitlu Tindastólsliði. Þriðji leikhlutinn reyndist heimamönnum erfiður og kostaði þá sigurinn þegar upp var staðið. Lokatölur 77 - 86.
Meira

Skákþing Norðlendinga á Kaffi Krók

Skákþing Norðlendinga verður haldið á Kaffi Krók á Sauðárkróki 12. til 14. nóvember og hefst taflmennskan kl. 19.00, föstudagskvöldið 12. og verða þá tefldar fjórar umferðir atskáka með 25 mín. umhugsunartíma.
Meira

Opið hús hjá Byggðastofnun

Í dag fagnar starfsfólk Byggðastofnunar loks því að hafa tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði undir starfsemi sína. Húsið er að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki, sunnan við Póstinn ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum. Af þessu tilefni verður opið hús á milli kl. 14-16 í dag og er öllum velkomið að mæta og skoða nýja húsnæðið og kynna sér starfsemi stofnunarinnar.
Meira

Sundabraut og ný Breiðafjarðarferja í forgang

Nauðsynlegir innviðir á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband, góð heilbrigðisþjónusta og menntun, sem stenst samanburð við höfuðborgarsvæðið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundabraut styttir akstur til höfuðborgarinnar líklega um hálftíma. Ef 6.000 manns ækju Sundabraut á dag sparaði það 3000 vinnustundir á dag. Það munar um minna.
Meira

Hvatapeningar hækka í Svf. Skagafirði

Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að sveitarstjórn hafi samþykkt tillögu félags- og tómstundanefndar um að hækka hvatapeninga úr 25.000 krónum í 40.000 krónur frá og með 1. janúar nk. Hvatapeningar eru ætlaðir til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Reglur um hvatapeninga verða áfram óbreyttar.
Meira

Dansað í sólarhring - Myndband

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla á Sauðárkróki lauk klukkan 10 í morgun en þá höfðu krakkarnir dansað sleitulaust í heilan sólarhring. Logi Vígþórsson, danskennari, stjórnaði dansinum sem fyrr, en þeir Óskar Björnsson, skólastjóri, töldu að þetta væri í 20. skiptið sem dansmaraþon væri þreytt í skólanum.
Meira

Tindastólsmenn láta hendur standa fram úr ermum og það er leikur í kvöld!

Það er alltaf líf og fjör á Facebook-síðunni Skín við sólu og fólk duglegt við að pósta myndum og ýmsu efni þangað inn. Nú um helgina var síðuhaldarinn, Ómar Bragi, með símann á lofti og náði meðal annars að mynda liðsmenn Tindastóls í körfunni sem unnu við gluggahreinsanir í haustblíðunni.
Meira

KS áfram með matargjafir fyrir jólin

Fyr­ir síðustu jól og fram eft­ir þessu ári hefur Kaupfélag Skagfirðinga gefið mat­væli sem dugað hafa í nærri 200 þúsund máltíðir en um er að ræða kjöt- og mjólk­ur­vör­ur, græn­meti, kart­öfl­ur og brauð. „Það hef­ur orðið að sam­komu­lagi á milli kaup­fé­lags­ins og hjálp­ar­stofn­ana að halda þessu sam­starfi áfram núna í aðdrag­anda jól­anna,“ seg­ir Þórólf­ur Gísla­son kaup­fé­lags­stjóri í samtali við Morgunblaðið um síðustu helgi en KS mun áfram gefa mat­væli til nokk­urra hjálp­ar­stofn­ana hér á landi.
Meira