Skagafjörður

Að vera kostnaðarliður

Á tyllidögum erum við kennarar framlínustarfsfólk sem gegnir mikilvægasta starfi í heimi. Aðra daga erum við langstærsti kostnaðarliður vinnuveitenda okkar. Um áramót renna kjarasamningar fimm aðildarfélaga KÍ við sveitarfélögin út og skilaboðin úr þeirri átt eru skýr, það er enginn peningur til. Ekki frekar en fyrri daginn.
Meira

Bjóst alltaf við hörkuleik

Einn af skrítnustu körfuboltaleikjum sem fram hafa farið í Síkinu á Sauðárkróki var háður síðasta fimmtudag þegar Tindastól tók á móti Breiðabliki í Subway deildinni en um hörku leik var að ræða með miklar sveiflur beggja liða. Eftir að hafa kitlað met um flest stig skoruð í fyrri hálfleik misstu Stólarnir flugið og máttu teljast heppnir að landa sigrinum í lokin. Breiðabliki var ekki spáð góðu gengi hjá forráða- og leikmönnum Subway-deildarinnar fyrir tímabilið en Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stóla, segist alltaf hafa búist við hörkuleik.
Meira

Sigur Stólastúlkna eftir sveiflu í Síkinu

Enn flæktist þriðji leikhlutinn fyrir Stólastúlkum þegar þær tóku á móti liði Snæfells í 1. deild kvenna nú á laugardaginn. Sem betur fer spilaði liðið nógu vel í hinum þremur leikhlutunum og náðu að stöðva Sianni Amari Martin á síðustu mínútum leiksins en hún gerði aðeins 51 stig í leiknum fyrir gestina og virtist ætla að stela stigunum fyrir Stykiishólmsliðið. Síðustu mínútur leiksins náðu heimastúlkur að snúa leiknum sér í hag og sigruðu 87-77 og það ekki síst fyrir geggjaðan leik hjá Maddie okkar Sutton sem gerði 33 stig og tók 32 fráköst! Hvaða rugl er það?
Meira

Þrír Skagfirðingar koma til greina sem knapar ársins hjá LH

Ekki verður haldin uppskeruhátíð hjá Landssambandi hestamannafélaga í ár en í hennar stað var að ákveðið að halda verðlaunahátíð um næstu helgi. Þrír Skagfirðingar eiga möguleika á knapaverðlaunum og tvö skagfirsk bú fyrir keppnishestabú ársins 2021.
Meira

Æfingaferðirnar með Keflavík standa upp úr ;; Liðið mitt Halldóra Andrésdóttir Cuyler

„Best að byrja á því að þakka Baldri vini mínum kærlega fyrir þetta!“ segir Halldóra Andrésdóttir Cuyler en Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, skoraði á hana að svara í Liðinu mínu áður en þátturinn og enska úrvalsdeildin fór í frí seinasta vor. Halldóru er auðvelt að staðsetja á Bergstöðum í Borgarsveit í Skagafirði en sjálf segist hún vera ótrúlega heppin að eiga marga staði sem hún geti kallað heimili sitt. „Nánast alveg sama hvert ég er að ferðast þá er ég ansi oft á leiðinni heim. En ég er skráð til heimilis í Virginia Beach, USA, en alltaf á ferðalagi í Skagafirðinum og með hugann í Keflavík,“ segir Halldóra en glæstan feril á hún með liði Keflavíkur í körfuboltanum hér áður fyrr. Starfstitill Halldóru er Business Development Consultant eða fyrirtækja þróunar ráðgjafi ef hann er færður upp á bjagaða íslensku! „Já, og svo auðvitað hobby sauðfjárbóndi í íhlaupum,“ áréttar hún.
Meira

Smáframleiðendur matvæla sameinast í Matsjánni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf.
Meira

Árangursríkar eftirleitir á Eyvindarstaðarheiði

Fyrir skömmu sagði Feykir frá gangnamönnum á mótorfákum og torfærutrölli með Guðmund Valtýsson í fararbroddi á Eyvindarstaðarheiði og nú fyrir rúmri viku var farinn annar leiðangur, í slæmu færi víða en ágætis veðri þegar á leið daginn. Að sögn Guðmundar var dagurinn heilladrjúgur og tíðindamikill hjá þeim félögum.
Meira

Stebbi Jak með tvenna tónleika á Stór-Þverárfjallssvæðinu

Allt mjakast í rétta átt með sóttvarnatakmarkanir og hver viðburðurinn rekur annan í flóru skemmtanabransans nú um stundir. Skagfirðingar geta valið úr fjölda viðburða eins og Feykir greindi frá fyrr í vikunni og því til viðbótar hafa Ljósheimar boðað komu eðalsöngvarans úr Dimmu, Stebba JAK á morgun föstudag. Stebbi er á ferðalagi um landið og skemmtir fólki með broti af bestu lögum í heimi ásamt léttu gríni.
Meira

Verðbreytingar hjá Íslandspósti á pökkum innanlands og fjölpósti

Breytt verðskrá Póstsins tekur gildi 1. nóvember sem taka til sendinga á fjölpósti og sendinga á pökkum 0-10 kg. Ástæða verðbreytinganna eru ný lög sem kveða á um að gjald fyrir sendingar endurspegli raunkostnað en verði ekki jafnað út þvert yfir landið með stuðningi frá ríkinu eins og fyrri lög kváðu á um. Í tilkynningu frá Póstinum kemur fram að með þessum aðgerðum mun verð á sendingum sumstaðar hækka en annarsstaðar munu þau lækka.
Meira

Nemendafélag FNV með nýtt frumsamið leikrit

Vertu Perfect heitir leikritið sem Nemendafélag FNV setur á svið að þessu sinni og verður þar um heimsfrumsýningu að ræða. Höfundur er hinn geðþekki Akureyringur Pétur Guðjónsson, sem getið hefur sér góðan orðstír á Sauðárkróki fyrir leikstjórn fyrir NFNV og Leikfélag Sauðárkróks. Pétur segist fara óhefðbundna leið að þessu sinni þar sem hann hefur þegar skapað karaktera og skipað í hlutverk en ekki búinn að klára verkið, þó langt komið sé. Svo þegar handrit liggur fyrir muni það taka breytingum.
Meira