Skagafjörður

Kjör til Manns ársins 2021 á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar sem teknar voru til greina.
Meira

Viðburðaríkt ár hjá Textílmiðstöð Íslands

Þetta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Textílmiðstöð Íslands og nú þegar jól og áramót nálgast er gott að líta til baka. Ullin var í sviðsljósinu síðastliðið vor þegar haldið var „Ullarþon“ í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Yfir 100 aðilar tók þátt í hugmyndasamkeppni um íslenska ull og viljum við þakka öllum sem að keppninni komu kærlega fyrir þátttökuna og samstarfið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti vinningsteymum verðlaun við hátíðlega athöfn á HönnunarMars í Reykjavík þann 20 maí. Upplýsingar um vinningshafa og þeirra hugmyndir má finna á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar: https://www.textilmidstod.is
Meira

Tíunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar komið út

Það eru ríflega 26 ár síðan undirbúningur að ritun Byggðasögu Skagafjarðar hófst en fyrsta bókin kom út árið 1999. Lokabindi Byggðasögunnar, og hið tíunda í röðini, er nú komið út hjá Sögufélagi Skagfirðinga og þar er fjallað um Hofsós og Hofsóshrepp, Grafarós, Málmey, Drangey og Haganesvík í Fljótum. Það er Hjalti Pálsson frá Hofi sem hefur ritstýrt verkinu frá upphafi og er auk þess aðalhöfundur.
Meira

Tónleikar Skagfirska kammerkórsins um helgina

Skagfirski kammerkórinn heldur sína árlegu jólatónleika í Blönduóskirkju í kvöld, föstudaginn 17. desember kl. 20.00, og í Hóladómkirkju á sunnudaginn 19. desember kl.16.00 og kl. 18.00. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og segir Svanhildur Pálsdóttir, ein kórsöngvara, að kórinn muni flytja jólalög allt frá miðöldum til okkar tíma, mörg sem heyrast ekki oft.
Meira

Meistaraflokkur Kormáks Hvatar auglýsir eftir aðalþjálfara

Knattspyrnulið Kormáks Hvatar spilar sumarið 2022 í 3. deild í meistaraflokki karla. Afar metnaðarfullt starf er unnið á Blönduósi og Hvammstanga, þar sem sterkur kjarni heimamanna sem hafa spilað lengi saman mynda hryggjarstykki liðsins. Undanfarin sumur hafa lykilleikmenn verið sóttir erlendis frá, svo hér er um að ræða afar spennandi verkefni fyrir metnaðarfullan þjálfara.
Meira

Meistararnir með sýnikennslu í körfubolta í Síkinu

Blessaður Stofu-Stóllinn átti ekki von á góðu fyrir hönd sinna manna í Tindastóli fyrir leikinn gegn Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn sem fram fór í Síkinu í kvöld. Spáði nokkuð öruggu tapi. Aðrir voru kannski bjartsýnni þar sem liði Tindastóls hefur upp á síðkastið gengið ágætlega með Þórsarana. En ekki í kvöld. Á meðan meistararnir léku við hvurn sinn fingur var átakanlegt að horfa á lið Tindastóls sem missti móðinn strax í byrjun síðari hálfleiks og vont bara versnaði í framhaldinu. Lokatölur 66-109... ég endurtek ... nei, best að sleppa því.
Meira

Mette Mannseth valin knapi ársins 2021

Í gær var tilkynnt hestamannafélagið Skagfirðingur hverjir væru titilhafar ársins 2021 hjá félaginu. Knapi ársins 2021 er Mette Mannseth en hún átti góðu gengi að fagna á árinu. Mette er íþrótta -og gæðingaknapi ársins hjá Skagfirðingi, Eyrún Ýr Pálsdóttir er skeiðknapi ársins, Guðmar Freyr Magnússon knapi ársins í ungmennaflokki og Pétur Grétarsson knapi ársins í áhugamannaflokki.
Meira

Doktorsvörn Herdísar í Danmörku

Íslendingar hafa löngum sótt sér sérhæfða framhaldmenntun út fyrir landssteinana og hefur Danmörk fóstrað margan stúdentinn á liðnum öldum, enda flestir sammála um að danska menntakerfið og umgjörð sú er nemendum stendur þar til boða sé til fyrirmyndar. Í tilfelli Herdísar Guðlaugar Steinsdóttur frá Hrauni á Skaga var háskólanám í Óðinsvéum ekki erfið ákvörðun enda dönsk að hálfu, dóttir Merete Rabølle og Steins Rögnvaldssonar, en hún varði doktorsritgerð sína í líffræði við SDU eða Suður Danska Háskólann þann 12. nóvember síðastliðinn.
Meira

Formleg opnun Dugs, húsnæðis Krabbameinsfélags Skagafjarðar, í dag

Krabbameinsfélag Skagafjarðar hefur boðað til formlegrar opnunar húsnæði þess á neðri hæð Suðurgötu 3 á Sauðárkróki, Framsóknarhúsinu, í dag á milli klukkan 16 og 18. Vonast stjórn félagsins til að sem flestir sjái sér fært að mæta og njóta samverunnar en minnir á fjarlægðartakmörk og grímuskyldu.
Meira

Þráinn frá Flagbjarnarholti seldur

Íslenskt einkahlutafélag, Þráinsskjöldur ehf, hefur fest kaup á stóðhestinum Þráni frá Flagbjarnarholti. Félagið Þráinsskjöldur, undir forystu Þórarins Eymundssonar á Sauðárkróki, var stofnað nú á dögunum til að koma í veg fyrir að hesturinn færi úr landi.
Meira