Lið KR fór illa með Stólastúlkur í þriðja leikhluta
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.10.2021
kl. 17.31
Kvennalið Tindastóls í körfunni heimsótti lið KR á Meistaravelli í gærkvöldi í 1. deildinni. Leikurinn fór ágætlega af stað og lið Tindastóls tveimur stigum yfir að loknum fyrri hálfleik. Heimastúlkur bitu hinsvegar duglega frá sér í þriðja leikhluta og náðu góðri forystu fyrir lokafjórðunginn. Stólastúlkur sýndu karakter og náðu að klóra í bakkann en lokatölur voru 80-71 fyrir KR.
Meira