Maddie með 52 framlagspunkta í sigri Stólastúlkna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.10.2021
kl. 21.32
Kvennalið Tindastóls hóf leik í 1. deild kvenna í körfubolta nú undir kvöld. Stelpurnar heimsóttu þá sameinað lið Hamars og Þórs Þ. og var spilað í Hveragerði. Lið Tindastóls fór vel af stað en heimastúlkur svöruðu fyrir sig í öðrum leikhluta og voru tveimur stigum yfir í hálfleik. Í þriðja leikhluta gekk allt upp hjá liði Tindastóls sem náði góðu forskoti og sigraði leikinn örugglega 76-89.
Meira