Skagafjörður

Skagfirskur köttur í topp 10 í jólamyndakeppni Brit

Hvað er meira krúttlegra en köttur í sínu fínasta pússi sem keppist um að verða valinn jólaköttur Brit. Feykir rakst á einn skagfirskan sem þráir athygli og vantar læk til að hreppa fyrstu verðlaun.
Meira

Veiruskita í kúm í Eyjafirði

Sagt er frá því á heimasíðu MAST að veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Segir í tilkynningu stofnunarinnar að mikilvægt sé að bændur hugi vel að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á búin.
Meira

Bólusetning fyrir jólin

HSN á Sauðárkróki hefur ákveðið að bæta við bólusetningardögum þar sem margir hafa verið á faraldsfæti og ekki komist í bólusetningu. Bólusett verður þriðjudaginn 21. des og miðvikudaginn 22. des frá kl.10-12 báða daga. Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á HSN, gengið inn við hlið endurhæfingar.
Meira

Jól án matarsýkinga

Mikið álag er á eldhúsum landsmanna við jólaundirbúning í desember og yfir hátíðirnar og bendir Matvælastofnun á það á heimasíðu sinni hvað hreinlæti, kæling og rétt hitun matvæla sé mikilvæg svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimilisfólk fái matarborna sjúkdóma með tilheyrandi óþægindum.
Meira

Stólastúlkur með sigur í síðasta leik fyrir jól

Á laugardaginn mættust Tindastóll og Fjölnir B í tíundu og síðustu umferð fyrri umferðar 1. deildar kvenna í körfunni. Fyrir leikinn voru Stólastúlkur í níunda sæti (af ellefu liðum í deildinni) en lið Grafarvogsstúlkurnar voru sæti neðar. Það var því mikilvægt fyrir bæði lið að næla í sigur en eftir spennandi leik, þar sem gestirnir höfðu frumkvæðið framan af, þá reyndust síðustu tvær mínútur leiksins drjúgar heimastúlkum í Síkinu sem sigruðu 85-78 og hafa nú unnið fjóra af tíu leikjum sínum.
Meira

Spennandi námskeið á Króknum milli jóla og nýárs fyrir ungt knattspyrnufólk

Knattspyrnuakademía Norðurlands verður með námskeið dagana 27. og 28. desember á Sauðarkróksvelli og er námskeiðið ætlað krökkum allt frá 7. flokki og upp í 3. flokk karla og kvenna. Systurnar og landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur verða með fyrirlestra á námskeiðinu. „Það er frábært að fá jafn reynda fyrirlesara og þær systur. Nú þegar hafa rúmlega 30 krakkar skráð sig. Foreldrar barna sem koma á námskeiðið geta setið þessa fyrirlestra sem er frábært því þarna er farið yfir allt sem skiptir máli. Einar Örn,Margrég Lára og Elísa eru öll mikið íþróttafólk og fagmenn í því sem þau eru að gera,“ segir Tóti yfirþjálfari yngri flokkaTindastóls.
Meira

Öruggur sigur gegn Samherjum

Tindastóll spilaði annan leik sinn í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í gær þegar liðið sótti Samherja úr Eyjafirði heim á KA-völlinn. Líkt og í síðasta leik þá hafðist öruggur sigur en lokatölur urðu 5-1 og Stólarnir því í góðum málum í B-deild mótsins.
Meira

Draugamót Molduxa í stað Jólamóts

Jólamót Molduxa í körfubolta fellur niður annað árið í röð vegna Covid-19 sóttvarnatakmarkana en í staðinn verður svokallað draugamót líkt og í fyrra þar sem fólki er gefinn kostur á að styðja við rekstur körfuboltadeildar Tindastóls.
Meira

Brugðist við myglu í skólahúsinu á Hofsósi

Í athugun frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra sl. vor komu fram jákvæð svörun í ætisskálar fyrir myglu á tveimur stöðum í eldri hluta skólans á Hofsósi. Brugðist var strax við með ákveðnar aðgerðir og nú hefur hluta skólahússins verið lokað meðan verkið er klárað.
Meira

Opið á skíðasvæðinu í Stólnum

Þrátt fyrir yfirstandandi hitabylgju og snjóleysi í byggð þá er nægur snjór á skíðasvæðinu í Tindastólnum. Opið er frá 15-20 í dag og veðrið ku vera gott og færi fínt. Neðri lyftan er opin og sömuleiðis Töfrateppið og göngubrautin.
Meira