Skagafjörður

Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði óvirk vegna nágrannaerja

Skemma Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði hefur verið girt af með bifreiðum og vinnuvélum þannig að ekki er hægt að koma búnaði sveitarinnar út ef á þarf að halda. Valgeir Sigurðsson sá er lokaði leið sveitarinnar, segir björgunarsveitina ekki lokaða inni með búnaðinn, þar sem hægt væri að nota austurdyr á skemmu sveitarinnar. Sú leið hefur þó ekki verið notuð fram til þessa.
Meira

Gamla hlaðan í Sæmundarhlíðinni fær nýtt líf

Hafist hefur verið handa við framkvæmdir í Sæmundarhlíðinni á Sauðárkróki en þar hyggjast Gagn ehf. og Sauðárkróksbakarí blása lífi í gömlu hlöðuna, sem stendur við minni Sauðárgils og Litla-skógar, og gera að veitinga- og samverustað í miðju Króksins. Að sögn Magnúsar Freys Gíslasonar, arkitekts og hönnuðar, gengur verkefnið út á „...að glæða þennan stað lífi og toga fólk út að sýna sig og sjá aðra og njóta matar og drykkja með félögum, öðrum íbúum samfélagsins og þeirra gesta sem við fáum í fjörðinn.“
Meira

Ferðinni í Húsgilsdrag gerð skil í Feyki vikunnar

Í Feyki vikunnar er í ýmis horn að líta, eins og ávallt. Fastir liðir eins og venjulega, afþreying í boði hússins í bland við skemmtilega umfjallanir og viðtöl. Ferðasaga um leiðangur fámenns hóps í Húsgilsdrag þar sem minningarplatti um Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskups fyrir siðaskipti, var festur á stein.
Meira

Nýsköpunarkeppni MAKEathon á Króknum

MAKEathon fer fram á Sauðárkróki, Akureyri, Neskaupstað, Reykjavík og á Vestfjörðum dagana 10-18. september. Um er að ræða nýsköpunarkeppni sem leggur áherslu á að búa eitthvað til í höndunum.
Meira

Það er mikilvægast að vinna með stíl

Victor Borode (27) er einn af þeim leikmönnum sem Tindastólsmenn hafa fengið til liðs við sig frá Englandi til að styrkja liðið í baráttunni í 3. deildinni í knattspyrnu. Victor er af nígerískum uppruna en fæddur og uppalinn í London en fjölskyldan er risastór segir hann. Kappinn getur bæði spilað á miðjunni og í vörn en hann hefur mikið verið í stöðu hægri bakvarðar í leikjum Stólanna í sumar.
Meira

Óskað eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar 2020 en verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Tilnefningar þurfa að berast fyrir föstudaginn 25. september nk.
Meira

Stéttarfélög gera vel við félagsmenn sína

Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar ætla á ný að gera vel við félagsmenn sína og bjóða þeim frítt á námskeið hjá Farskóla Norðurlands vestra. Félagsmenn annarra stéttarfélaga eru einnig velkomnir á námskeiðin en mörg þeirra styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af verði námskeiða. Að þessu sinni er stefnt á að halda alls sex námskeið, þrjú þeirra verða á netinu en hin þrjú staðarnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin og er öðrum en félagsmönnum í þessum félögum bent á að skoða rétt sinn hjá sínu félagi.
Meira

Tap Stólanna í erfiðum leik á Höfn

Tindastólsmenn skutust austur á Höfn í gær og léku við lið Sindra í 3. deildinni. Liðin áttust við á Króknum fyrr í sumar og úr varð mikill hasarleikur sem endaði með 4-3 sigri Stólanna eftir mikið drama. Úrslitin í gær voru ekki jafn ánægjuleg því eftir markalausan fyrri hálfleik gerðu heimamenn tvö mörk á síðasta hálftímanum eftir að Tindastólsmaðurinn Haims Thomson fékk að líta rauða spjaldið. Lokatölur því eðlilega 2-0.
Meira

Kristján Þór opnaði fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Í síðustu viku opnaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, formlega fyrir umsóknir í nýjan Matvælasjóð en frumvarp ráðherra um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. Alls voru 500 milljónum króna varið til stofnunar sjóðsins og verður þeim úthlutað á þessu ári. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Meira

Stólastúlkur létu rigna mörkum í rigningunni

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Gróttu af Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni í dag í hellirigningu. Líkt og í síðustu leikjum var Tindastólsliðið sterkara en andstæðingurinn á báðum endum vallarins og uppskáru því tíunda sigur sumarsins. Mur hélt áfram að hrella markverðina í deildinni en hún bætti enn einu hat-trickinu í safnið sitt en lokatölur voru 4-0 og liðið í fjórða sæti lítil fyrirstaða þrátt fyrir að spila ágætan fótbolta á köflum.
Meira