Skagafjörður

Einstakur dagur

Það var heppilegt að gærdagurinn skartaði sínu fegursta víðast hvar á Norðurlandi vestra. Margir nútu veðurblíðunnar, hvort sem var heima í garði eða á fjöllum, enda göngur og réttir víða. Og hvað er betra en góðviðrisdagur með heiðskýrum himni og hlýju eftir grásprengda daga af rigningu, roki og hrolli?
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Miðsitja í Blönduhlíð

Rjetta nafnið er Miðskytja. Elzta heimild fyrir því er Sturlunga (Sturl. II. b., bls. 306), og svo lítur út fyrir, að bærinn hafi á 13. öld verið nefndur Skytja, því að þannig ritar Sturla lögmaður á öðrum stað í Sturlungu (Sturl. II. b., bls. 313).
Meira

Stefnir að miðju Íslands – Hestamaðurinn Sigfús Ingi Sigfússon

Líklegt má telja að hestafólk hafi fagnað kærkomnum tilslökunum frá Covit takmörkunum í sumar, lagt á sína traustu gæðinga og lagt landið undir hóf. Það gerði a.m.k. sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon, í júlí síðastliðnum og ferðaðist, ekki bara innan lands heldur innan héraðs, á fjórfættum hófaljónum. Feykir hafði samband við Sigfús sem sagði varla hægt að kalla sig hestamann en hann hefur þó gaman af að leggja á bak góðum hestum og svarar hér spurningum í Hestamanninum á Feyki.
Meira

Sumarleg hádegismáltíð

Matgæðingar í tbl 30 voru hjónin Guðrún Lára Magnúsdóttir og Guðni Þór Ólafsson á Melstað í Miðfirði í Húnaþingi vestra. Guðrún Lára er leikskólastjóri á Hvammmstanga og Guðni Þór er sóknarprestur í Melstaðarprestakalli.
Meira

Bálið kynnt í baráttunni við riðuna

Það var engu líkara en Reykjarhóllin stæði í ljósum logum þegar blaðamaður Feykis átti leið um Langholtið og Varmahlíð föstudaginn 28. ágúst, slíkt var reykjarkófið sem virtist stíga upp af svæðinu. Þegar nær dró varð þó ljóst að engin hætta stafaði að íbúum Varmahlíðar né sumarbústaðafólki því mökkurinn sté upp frá Álftagerði, nokkru framar í sveitinni.
Meira

Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair

Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. Það breytir því ekki að forsendurnar fyrir svo kostnaðarsamri ákvörðun verða að vera að tryggja flugsamgöngur, fara vel með almannafé, draga úr tapi lífeyrissjóðanna og vernda starfsfólk. Það er því að vel ígrunduðu máli sem við leggjumst gegn 15 milljarða ríkistryggðri lánalínu til Icelandair.
Meira

Alhvít jörð hjá gangnamönnum á Haukgilsheiði

Það hefur verið heldur hryssingslegt veðrið síðasta sólarhringinn á Norðurlandi, norðan garri og beljandi rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Heldur er að draga úr atganginum og má búast við því að gula veðurviðvörunin sem Veðurstofan gaf fyrir Norðurland falli úr gildi um hádegið. Smalar hafa gengið á heiðum Norðurlands vestra þessa viku og birti Jón, bóndi á Hofi í Vatnsdal, mynd frá Álkuskála í morgunsárið en þá var alhvít jörð. Álkuskáli tilheyrir Haukgilsheiði, er fram með ánni Álku sem sameinast svo Vatnsdalsá niðri í Vatnsdal.
Meira

Menningarsjóður KS færir HSN höfðinglegar gjafir

„Það er mjög mikilvægt fyrir stofnun eins og okkar að eiga svona góðan bakhjarl,“ segir Kristrún Snjólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, en í síðustu viku afhenti stjórn Menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirðinga stofnuninni höfðinglega gjöf sem sannarlega kemur öllum vel.
Meira

Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán sem ætlað er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd og brúa bilið á milli lána veittum af fjárámálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum annars vegar og kaupverðs hins vegar. Hægt verður að sækja um lánin frá 1. nóvember næstkomandi.
Meira

Það er gott að vinna í Kópavogi

Níundi sigur sumarsins hjá Stólastúlkum kom í kvöld á Kópavogsvelli þegar lið Augnabliks féll í valinn gegn toppliði Tindastóls. Leikurinn var lengi vel í jafnvægi þrátt fyrir að lið gestanna fengi betri færi. Fjögur mörk komu hins vegar á síðustu 35 mínútunum og 0-4 sigur styrkti enn stöðu Stólanna á toppi Lengjudeildarinnar.
Meira