Skagafjörður

Brunavarnir Skagafjarðar með nýjan sjúkrabíl

Brunavarnir Skagafjarðar hafa tekið í notkun nýjan sjúkrabíl, en um er að ræða einn af 25 bílum sem Rauði krossinn er að afhenda um þessar mundir. Á Facebooksíðu Brunavarna segir að starfsmenn hafi verið að koma fyrir búnaði af ýmsu tagi í bílnum og að óhætt sé að segja að útkoman sé stórgóð.
Meira

Góð aðsókn í Háskólann á Hólum

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal hefst nú um mánaðarmótin. Um 200 nemendur sækja nám við skólann og virðast heimtur á eldri nemendum ætla að verða með albesta móti. Heildarfjöldi umsókna um skólavist helst nánast óbreyttur frá síðasta ári og vonast skjólastjórnendur til þess að m.t.t. sóttvarnarráðstafana náist að halda úti óskerti kennslu hjá staðarnemum þrátt fyrir Covid 19.
Meira

Jafnt í Garðabænum eftir drama í uppbótartíma

Tindastólsmenn spiluðu á laugardaginn við lið KFG í Garðabænum í 12. umferð 3. deildar. Stólarnir þurftu að næla í sigur eftir tvo tapleiki í röð og lengi vel leit út fyrir að mark frá Luke Rae snemma leiks mundi duga en hasarinn var mikill í uppbótartíma og fór svo að leiknum lauk með 2-2 jafntefli sem gerði lítið fyrir liðin í baráttunni um sæti í 2. deild.
Meira

Húsnæðisþörf metin fyrir iðn- og tæknimenntun

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp um greiningu á húsnæðisþörf fyrir iðn- og tæknimenntun á Íslandi. Aðsókn í slíkt nám hefur aukist mikið undanfarið, m.a. vegna aukinnar áherslu stjórnvalda á eflingu þess.
Meira

Aukin þjónusta við krabbameinsgreinda á landsbyggðinni

Síðastliðinn föstudag 28. ágúst, var stigið mikilvægt skref í að bæta endurhæfingarferli krabbameinsgreindra á landsbyggðinni með undirritun samnings Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Heilbrigðisráðuneytis við Ljósið um fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreinda. Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu Ljóssins, enda er hún eins og sakir standa nær eingöngu aðgengileg í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi í Reykjavík.
Meira

Sérhæfð naglasnyrtistofa opnar á Sauðárkróki - Game of Nails

Í byrjun ágúst opnaði naglasnyrtistofan Game of Nails á Kaupvangstorgi 1 á Sauðárkróki. Samkvæmt heimildum Feykis mun þetta vera fyrsta snyrtistofan sem sérhæfir sig eingöngu í ásetningu á gervinöglum hér á Króknum. Hrafnhildur Viðarsdóttir, eigandi stofunnar og jafnframt eini starfsmaðurinn, segir að með því hafi langþráður draumur orðið að veruleika.
Meira

Allir eiga að bera ábyrgð á sjálfum sér - Dagmál Sverris Magnússonar

Út er komið ljóðakverið Dagmál sem inniheldur vísur og kvæði Sverris Magnússonar, fv. bónda í Efri-Ási í Hjaltadal í Skagafirði. „Tilfinning hans fyrir umhverfinu og náttúrunni má finna nær áþreifanlega í vísum hans og kvæðum,“ segir á bókarkápu, „Hann er heitur hugsjónamaður, yrkir jörðina og lofar hana í senn.“
Meira

Stólastúlkur styrktu stöðu sína á toppi Lengjudeildarinnar

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Víkings Reykjavík í Lengjudeildinni í kvöld en þetta var lokaleikurinn í 10. umferð. Eins og oft áður í sumar þá reyndust Stólastúlkur of sterkar fyrir andstæðinga sína og ekki var það til að auðvelda gestunum lífið að Murielle Tiernan er í stuði í framlínu Tindastóls þessa dagana. Lokatölur í kvöld voru 3-0 og stelpurnar okkar með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.
Meira

Stólastúlkur geta styrkt sig á toppi Lengjudeildar í kvöld

Kvennalið Tindastóls getur komið sér vel fyrir á toppi Lengjudeildarinnar í kvöld er stelpurnar mæta liði Víkings úr Reykjavík á KS vellinum á Sauðárkróki kl. 19:15. Tveimur aðalkeppinautum Stólanna, Keflavík og Gróttu, mistókst að krækja sér í fullt hús í leikjum þeirra í gær. Leikurinn verður sýndur á Tindastóll TV.
Meira

Félagsmiðstöð á flakki í Skagafirði

Félagsmiðstöð á flakki er liður í átaksverkefni í tengslum við Covid-19 með það markmið að ná til allra eldri borgara í Skagafirði, bæði í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Tilgangurinn er að bjóða kynningu á félagsstarfi fullorðinna og upplýsingar um þá þjónustu sem fólki stendur til boða. Um tilraunaverkefni er að ræða sem hlaut styrk frá félagsmálaráðuneytinu.
Meira