RIÐA, er NIÐURSKURÐUR eina lausnin
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
30.10.2020
kl. 14.05
Riða hefur verið staðfest á fjórum bæjum í Skagafirði og grunur að hún sé víðar, þó engin kind á þeim bæjum hafi sýnt riðueinkenni, að mér sé kunnugt um. Því stefnir þar í stórfelldan niðurskurð verði ÓBREYTTRI stefnu haldið. Þó kindur sýni ekki riðueinkenni getur veikin fundist með því að slátra kindum af viðkomandi bæjum. Í Skagafirði hafa sýni verið tekin úr kindum, sem viðkomandi bóndi hefur keypt á síðustu árum. Í sjálfu sér hlýtur það að vera álitamál hvort skynsamlegt sé að versla með fé á svæði sem einhvern tíma hefur komið upp riða, en það hafa yfirvöld leyft og því ekki frekar gert að umtalsefni hér.
Meira
