Skagafjörður

RIÐA, er NIÐURSKURÐUR eina lausnin

Riða hefur verið staðfest á fjórum bæjum í Skagafirði og grunur að hún sé víðar, þó engin kind á þeim bæjum hafi sýnt riðueinkenni, að mér sé kunnugt um. Því stefnir þar í stórfelldan niðurskurð verði ÓBREYTTRI stefnu haldið. Þó kindur sýni ekki riðueinkenni getur veikin fundist með því að slátra kindum af viðkomandi bæjum. Í Skagafirði hafa sýni verið tekin úr kindum, sem viðkomandi bóndi hefur keypt á síðustu árum. Í sjálfu sér hlýtur það að vera álitamál hvort skynsamlegt sé að versla með fé á svæði sem einhvern tíma hefur komið upp riða, en það hafa yfirvöld leyft og því ekki frekar gert að umtalsefni hér.
Meira

Sex í einangrun á Norðurlandi vestra

Baráttan við COVID-19 heldur áfram og heldur hefur staðan versnað síðust daga. Eftir að hafa verið laus við smit hér á Norðurlandi vestra á tímabili í október þá eru nú sex með smit og 46 í sóttkví á svæðinu samkvæmt tölum á covid.is. Engin landsvæði eru nú smitlaus en á landsvísu eru 996 í einangrun þegar þetta er ritað.
Meira

Stólastúlkur út að borða

1238, Grána og Sauðárkróksbakarí buðu í gærkvöldi stúlkunum sem skipa lið Lengjudeildarmeistara Tindastóls tilveislu í Gránu á Sauðárkróki. Boðið var upp á bragðmikla Mexíkóveislu, leiki í sýndarveruleika og köku ársins í eftirrétt, en frá þessu er greint á Facebook-síðu 1238.
Meira

Gefa fólki í neyð 40.000 máltíðir

Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki þess í matvælaframleiðslu ætla að gefa fólki í erfiðleikum matvöru, sem svarar til 40.000 máltíða, fram til jóla. „Þetta er alger himnasending,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, í Morgunblaðinu í dag.
Meira

Byggðastofnun fær þrjá milljarða til að lána minni fyrirtækjum

Mbl.is segir frá því að evr­ópski fjár­fest­inga­sjóður­inn hafi veitt Byggðastofn­un ba­ká­byrgð að hluta á allt að ríf­lega þremurmillj­örðum króna, eða um 20 millj­ón­um evra, með stuðningi svo­kallaðrar COSME-áætl­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Þess­ir fjár­mun­ir eiga að nýt­ast Byggðastofnun til þess að veita litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um á lands­byggðinni lán.
Meira

Þrjátíu í sóttkví á Norðurlandi vestra

Heldur hefur fjölgað í hópi smitaðra og og þeirra sem sitja í sóttkví á Norðurlandi vestra en samkvæmt tölum á Covid.is eru fjórir í einangrun og 30 í sóttkví. Alls urðu 42 innanlandssmit sl. sólarhring og staðfest smit frá 28. febrúar sl. orðin alls 4.719 tilfelli.
Meira

20 kærðir fyrir of hraðan akstur við Héraðsvatnabrú vesturóss

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur síðustu þrjá daga farið af og til og fylgst með umferð við vesturós Héraðsvatna en þar hafa Vinnuvélar Símonar verið í framkvæmdum. Ekki hafa allir ökumenn virt hraðatakmarkanir á svæðinu því 20 þeirra hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur og átta þeirra ekið á sviptingarhraða. Sá sem hraðast ók var á þreföldum leyfilegum hámarkshraða.
Meira

Rjúpnaveiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum

Húnahornið minnir á að senn hefst veiðitímabil rjúpu en það stendur frá 1. - 30. nóvember í ár. Fyrirkomulag veiðanna nú er það sama og í fyrra, sem þá var ákveðið til þriggja ára. Heimilt er að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er að sölubann á rjúpum er áfram í gildi og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum.
Meira

Fylgiblað Feykis tileinkað Stólastúlkum nú sjáanlegt á netinu

Fyrir um hálfum mánuði kom út Feykisblað sem að mestu var tileinkað frábærum árangri kvennaliðs Tindastóls í sumar og sögu kvennaboltans á Króknum. Nú er fylgiblaðið komið á netið og hægt að fletta því stafrænt.
Meira

Met slegið í útflutningi - Mikið umleikis hjá Skagafjarðarhöfnum

Met var slegið sl. föstudag í umfangi Skagafjarðarhafna er Hoffell, skip Samskipa, lestaði 75 gáma til útflutnings alls 1.331 tonn en aldrei áður hafa svo margir gámar né þyngd farið um borð í eitt skip áður frá Sauðárkróki. Daginn eftir fóru 19 gámar í Selfoss, flutningaskip Eimskips, alls 277 tonn.
Meira