Skagafjörður

Gríðarlegt vantraust á starfsemi Hafrannsóknarstofnunar

Smábátafélagið Drangey í Skagafirði skorar enn einu sinni á stjórnvöld að virða ítrekaðar óskir sveitarstjórnar Skagafjarðar, Landssambands smábátaeigenda og Drangeyjar um taka upp fyrri takmarkanir á veiðum með dragnót á innanverðum Skagafirði þannig að þær verði óheimilar innan línu sem dregin er milli Ásnefs í vestri í norðurhorn Þórðarhöfða í austri. Er sú áskorun ein af mörgum sem félagið samþykkti á aðalfundi sínum sem fram fór í gær.
Meira

Stuttbuxnagöngur í Deildardal - Hjalti Þórðarson skrifar

Göngur eru skemmtilegur hluti sveitastarfa og árið 2010 voru verulega eftirminnilegar göngur sem hægt er með góðu móti að kalla hitagöngurnar miklu. Þessar línur voru páraðar á blað í minnispunktum um Meira og minna sannar gangnasögur.
Meira

Árin mín þrjú í Skagafirði :: Áskorendapenninn Rúnar Gíslason Skagafirði

Fyrir þremur árum flutti ég norður til að prófa fyrir mér lögreglustarf hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Sem sumarstarfsmaður árið 2017 dvaldi ég ýmist hjá ömmu og afa í Hofsós eða í íbúð Stínu frænku á Sauðárkróki og líkaði dvölin vel sem og starfið. Mér líkaði starfið í raun það vel að ég ílengdist á Sauðárkróki alveg fram til maí síðastliðinn þegar ég flutti heim aftur.
Meira

Rabb-a-babb 190: Frímann Gunnarsson

Nafn: Frímann Gunnarsson. Fjölskylduhagir: Ég gæti sagt einhleypur, en mér finnst einstakur hljóma betur. Hvernig nemandi varstu? Til fyrirmyndar. Ég ræddi það svo sem ekki mikið við „kennara“ mína, enda fannst mér ég sjálfur hafa besta yfirsýn yfir mitt nám, því þó ég hafi að nafninu til gengið í gegnum hið hefðbundna íslenska skólakerfi, þá stjórnaði ég námi mínu sjálfur frá 1.bekk grunnskóla, enda stóð íslenska skólakerfið engan veginn undir væntingum mínum. Ég reyndi í einhvern tíma að koma mínum hugmyndum að en talaði fyrir daufum eyrum, þannig að á móti lokaði ég mínum eyrum fyrir boðskap „kennaranna“ og fór mínar leiðir. Þetta mættu miklu fleiri börn gera, a.m.k. bráðger börn og börn af mínu kaliberi, sem eru auðvitað ekki mörg.
Meira

Sjöundi sigurleikur Stólastúlkna í röð í Lengjudeildinni

Kvennalið Tindastóls fékk Skagastúlkur í heimsókn í Lengjudeildinni í dag. Liði ÍA hefur ekki gengið vel í sumar, vörn liðsins er ágæt en þeim hefur gengið illa að skora og eru fyrir vikið þriðju neðstar. Stólastúlkur hafa aftur á móti bæði varist vel og verið skæðar í sókninni og því komu úrslitin, 2-0, kannski ekkert á óvart. Niðurstaðan var sanngjörn og enn færist lið Tindastóls nær hinum heilaga gral – Pepsi Max-deildinni.
Meira

Liði Tindastóls spáð fjórða sæti í 1. deild kvenna

Keppni í 1. deild kvenna í körfubolta fór af stað í gær þegar lið Ármanns og Hamars/Þórs mættust í Laugardalshöllinni. Fyrr um daginn voru opinberaðar spár forsvarsmanna liðanna, fjölmiðlamanna og Körfunnar.is. Sé litið til þeirra stiga sem lið Njarðvíkur fær þetta árið eru þær nokkuð örugglega í efsta sæti í spánni. Liði Tindastóls er aftur á móti spáð fjórða sæti í öllum spánum.
Meira

Trúir ekki á forrétti!

Jennifer Tryggvadóttir eða „Nennímín“ eins og hún er oftast kölluð var matgæðingur í tbl. 33 í Feyki. Hún flutti aftur heim eftir algjöra U-beygju í lífinu og vinnur sem deildarstjóri á yngra stigi í leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga. Eitt af áhugamálum hennar er matargerð ásamt því að stunda sund og kalda karið, jóga, hugleiðslu og göngutúra. Það skemmtilegast við matargerðina er að kíkja inn í ísskápinn og búa til rétt úr því sem til er.
Meira

Leik Stólastúlkna flýtt um 90 mínútur vegna veðurs

Kvennalið Tindastóls fær Skagastúlkur í heimsókn í dag, laugardag, og hefur leikurinn verið færður fram um 90 mínútum þar sem veðurspáin var slæm. Í stað þess að leikurinn hefjist kl. 14:00 hefst hann því kl. 12:30.
Meira

Tíu marka tryllir suður með sjó

Reynir Sandgerði og Tindastóll mættust í dag í alveg steindauðum [djók] tíu marka trylli suður með sjó í 17. umferð 3. deildar. Leikurinn var eins og tölurnar gefa til kynna alveg bráðfjörugur og sviptingarnar miklar. Stólarnir komust snemma í 0-2 en heimamenn gerðu næstu fjögur mörk. Gestirnir gáfust ekki upp, jöfnuðu leikinn og héldu að þeir hefðu stolið öllum stigunum með marki á 89. mínútu. En þetta var bara þannig leikur að heimamenn hlutu að jafna, sem þeir og gerðu, og lokatölur 5-5.
Meira

Metfjöldi nemenda við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum

Skólastarf skólaársins 2020 – 2021 að fullu hafið við Háskólann á Hólum. Metfjöldi nemenda leggur stund á nám við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild en aukningin er mest í diplómanámi í fiskeldi þar sem nemendafjöldi tvöfaldaðist og er nú 31 nemandi innritaður, þar af 25 nýnemar.
Meira