Skagafjörður

Takmörkun á skólastarfi frá 3. nóvember

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi á morgun 3. nóvember. Sett er þau markmið að sem minnst röskun verði á skólastarfi og að starf á leikskólastigi og á fyrsta stigi grunnskóla verði óskert. Að ráði sóttvarnalæknis verður reglu um grímuskyldu breytt þannig að hún eigi ekki við um börn fædd 2011 og síðar.
Meira

Fótboltinn flautaður af

Fótboltakempur máttu loks lúta í gras fyrir kórónuveirufaraldrinum en Knattspyrnusamband Íslands ákvað á föstudaginn, í kjölfar hertra aðgerða í baráttunni við COVID-19, að nú væri nóg komið og augljóst að ekki væri raunhæfur möguleiki lengur á að klára knattspyrnutímabilið.
Meira

Hertar sóttvarnaráðstafanir tóku gildi í gær

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem tóku gildi í gær, laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg.
Meira

Komið til móts við stúdenta

Menntasjóður námsmanna kemur til móts við stúdenta með margvíslegum hætti og hefur nú framlengt umsóknarfrest um námslán fyrir haustönn 2020 til 1. desember nk. Þá hefur verið ákveðið að námsmenn geti óskað eftir því að tekjur sem þeir afla sér með vegna vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar og bakvarðarsveit lögreglunnar komi ekki til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna skólaárið 2020-2021.
Meira

Two Spirits Music gefa út jólalag í dag

Félagarnir í Two Spirits Music, Ólafur Heiðar Harðarson (Bassa og Möggu) og Héðinn Svavarsson, gefa út fjórða lagið sitt í dag en þar er um ræða jólalag sem þeir kalla Nú mega jólin. Þeir fengu söngkonuna Rakel Björk Björnsdóttir til að syngja lagið.
Meira

Vilja endurgjalda til samfélagsins og gefa út þakklætisdagbók

Síðustu ár hafa verið fjölskyldu Lilju Gunnlaugsdóttur og Vals Valssonar, í Áshildarholti í Skagafirði, viðburðarík eftir fráfall Völu Mistar, ungrar dóttur þeirra, og ýmislegt sem lagt hefur verið inn í reynslubankann. Lilja segist hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að ætla sér að verða þakklát fyrir það sem lífið gefur í stað þess að horfa á það sem miður fer. Segir hún það bestu ákvörðun sem hún hafi tekið í lífinu og hefur það hjálpað henni í gegnum sorgina. Nú vill hún miðla af reynslu sinni og gefur út þakklætisdagbók ætluð börnum.
Meira

Upphaf íþróttakeppna - Kristinn Hugason skrifar

Á síðustu misserum hafa birst reglulega hér í Feyki greinar frá Sögusetri íslenska hestsins um hvaðeina sögulegt sem snertir hesta og hestamennsku. Greinar þessar eru jafnframt birtar í vefútgáfu Feykis og eru aðgengilegar á heimasíðu SÍH, undir linknum: http://www.sogusetur.is/is/fraedsla/greinar-forstodumanns-i-feyki Sérstök áhersla hefur verið lögð á að varpa ljósi á ýmislegt sem snertir þróun hestamennskunnar og þá hvað helst sýninga og keppna á hestum.
Meira

Smitin nú orðin átta á Norðurlandi vestra

Lögreglan á Norðurlandi vestra var að senda frá sér nýja töflu þar sem sést að nú eru átta komnir með smit á svæðinu en jákvæðu fréttirnar í þessu öllu saman eru þær að þeir sem smituðust í dag voru í sóttkví.
Meira

Lemon opnar á Sauðárkróki – Sólskin í glasi og sælkerasamlokur

Sjötti Lemon staðurinn mun opna í byrjun árs 2021 á Sauðárkróki. Um er að ræða sérleyfisstað sem rekinn verður af hjónunum Stefáni Jónssyni og Hasna Boucham. Mikil eftirspurn er eftir slíkum veitingastað á Sauðárkróki. „Fólkið hér hugsar um heilsuna og vill hollan og góða skyndibita,“ segir Stefán. Veitingastaðurinn verður að Aðalgötu 20b en einnig verður í húsnæðinu að finna Escape room sem og Sport bar.
Meira

Vinnustofum Uppbyggingarsjóðs aflýst

Vegna aukins fjölda kórónuveirusmita á Norðurlandi vestra hefur verið tekin sú ákvörðum að aflýsa vinnustofum og viðtalstímum sem áttu að vera á svæðinu 2. - 4. nóv. nk. Í tilkynningu frá SSNV er minnt á að starfsmenn samtakanna eru til viðtals alla virka daga og eru umsækjendur hvattir til að hafa samband með sínar spurningar eða vangaveltur, ef einhverjar eru.
Meira