Komdu á safn í vetrarfríinu
feykir.is
Skagafjörður
15.10.2020
kl. 08.32
Undanfarin ár hefur Byggðasafn Skagfirðinga verið með dagskrá í vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði. Vegna ástandsins í samfélaginu sjáum við okkur ekki fært að vera með viðburð í sama formi og áður en viljum samt sem áður hvetja fjölskyldur til að koma og njóta útivistar og samverustundar á fallegu safnasvæðinu í Glaumbæ dagana 15. til 16. október. Hægt er að koma hvenær sem er á opnunartíma safnsins yfir vetrarfríið og fara í fróðlegan og skemmtilegan ratleik, skrá svörin og senda á netfangið byggdasafn@skagafjordur.is. Þeir sem hafa öll svör rétt fá smá verðlaun senda í pósti. Safnið er opið frá kl. 10-16.
Meira
