Skagafjörður

Í dag er Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er í dag en hann er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert, í fyrsta sinn 2011. Einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök eru ávallt hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Í tengslum við Dag íslenskrar náttúru afhendir umhverfis- og auðlindaráðherra tvær viðurkenningar; Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti og Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Meira

Námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra stendur fyrir námskeiðum fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu. Allt hráefni sem notað er á námskeiðunum er innifalið í verði þeirra. Þátttakendur taka afurðirnar með sér heim að námskeiði loknu. Námskeiðin eru styrkt og niðurgreidd af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og unnin í samvinnu við Vörusmiðjuna á Skagaströnd.
Meira

Björn og Hlédís stýra vinnu við mótun landbúnaðarstefnu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Í henni sitja Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri. Með henni starfa Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri.
Meira

Króksari markahæstur í Kasakstan

Króksarinn Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, er nú marka­hæst­ur í úr­vals­deild­inni í Kasakst­an en hann skoraði bæði mörkin fyrir lið sitt, Ast­ana, í útisigri gegn Or­da­ba­sy, 2:1, þegar spilaðar hafa verið sjö umferðir.
Meira

Lukkuklukkur - Nýtt lag með Gillon

Út er komið lagið Lukkuklukkur með Gillon, Gísla Þór Ólafssyni, sem tekið var upp hjá Sigfúsi Arnari Benediktssyni í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki, en þar vinna þeir félagar að 5. plötu Gillons, Bláturnablús, sem væntanleg er á næsta ári. Að sögn Gísla var texti viðlagsins upprunalega „klukkur klukkur klingja“ en Guja, kona Gísla, misskildi það sem Lukkuklukkur er hann flutti það fyrir hana í byrjun árs 2017.
Meira

„Við höldum áfram að bera okkur saman við bestu liðin á landinu“

Kvennalið Tindastóls í körfubolta fór í Stykkishólm á fimmtudaginn og spilaði gegn liði heimastúlkna í Snæfelli. Leikurinn endaði 87-51 fyrir Snæfell. Þrátt fyrir mikinn mun í lokin þá spiluðu Stólastúlkur oft glimrandi flottan bolta, að sögn Árna Eggerts Harðarsonar þjálfara Tindastóls, og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.
Meira

64 milljóna króna halli á Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) var haldinn sl. fimmtudag, að þessu sinni í fjarfundi. Helstu niðurstöður rekstrarársins 2019 eru þær að rekstur stofnunarinnar var að mestu í jafnvægi á árinu, en stofnunin var rekin með tæplega 64 milljóna króna halla sem fjármagnaður var með rekstrarafgangi ársins 2018.
Meira

Gott golfsumar - Kristján Bjarni Halldórsson skrifar

Góð aðsókn hefur verið að Hlíðarendavelli í sumar. Stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar (GSS) lagði áherslu á að laða ferðakylfinga til Skagafjarðar. Það var gert með ýmsu móti, m.a. með fjölgun vinaklúbba og auglýsingum á samfélagsmiðlum. Í byrjun sumars var gefið út 50 ára afmælisrit GSS sem dreift var á heimili og fyrirtæki í Skagafirði. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir styrktu útgáfu ritsins, sem og UMFÍ og SSNV. Félagsmenn eru nú um 200 og bjart framundan.
Meira

Öflug grjóttínsluvél í Blönduhlíðina og syngjandi sveifla í Sæmundarhlíðinni

Á Facebooksíðu Kraftvéla er sagt frá því að Gísli Björn Gíslason bóndi á Vöglum í Blönduhlíð í Skagafirði hafi lengi barist við grýttan svörð í sínum flögum svo komið væri að því að fá sér öflugt tæki til að auka afköstin. Fyrir valinu varð Kongskilde StoneBear 5200T grjóttínsluvél frá Kraftvélum með tveimur greiðum og safnkassa.
Meira

Súperdúper Stólastúlkur og meiriháttar Mur

Kvennalið Tindastóls færðist skrefi nær sæti í Pepxi Max-deildinni í gær þegar þær heimsóttu lið Fjölnis í Grafarvoginn. Það er óhætt að fullyrða að Stólastúlkur hafi verið mun sterkari aðilinn í leiknum og á meðan vörnin er eins og virki og Mur heldur áfram að gera hat-trick þá er lið Tindastóls óárennilegt. Lokatölur í dag voru 0-3 og já, Mur gerði þrennu.
Meira