Hugarró milli jóla og nýárs
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.12.2019
kl. 10.55
Þann 27. desember ætla vinkonur að koma saman, annars vegar í Sauðárkrókskirkju kl.16:30 og síðan í Blönduóskirkju kl. 20, og flytja tónlist og talað mál eftir konur eða sem hefur verið samin til kvenna. Vinkonurnar sem um ræðir eru á öllum aldri og eiga tengingu við Norðurland vestra og flestar búa þær í Skagafirði. „Hugljúf stund í skammdeginu og góð leið til að slaka á um jólin,“ segir í tilkynningu.
Meira
