Skagafjörður

Íslenska gæðingakeppnin - Kristinn Hugason skrifar

Fátt er íslenskara í hestamennskunni en gæðingakeppnin, nema ef vera kynni skeiðkappreiðar sem eru jú elsta séríslenska keppnisgreinin. Forvitnilegt er í þessu sambandi að átta sig á samþættri rót beggja greinanna og jafnvel mætti segja gæðingakeppnina afsprengi skeiðkeppninnar. Víkjum ögn nánar að þessu.
Meira

Bechamel kjúklingaréttur og glútenlaus súkkulaðiterta

Fyrstu matgæðingar ársins 2018 voru þau Róbert Mikael Gunnarsson og Natalia Grociak, búsett á Hvammstanga. Þau segjast elska mat og matargerð og sameina því vinnu og áhugamál á vinnustað sínum, veitingastaðnum Sjávarborg. Þegar þátturinn var gefinn út í byrjun janúar 2018 voru þau í fríi í Mílanó á Ítalíu og þegar Feykir heyrði frá þeim voru þau á leið á ekta ítalskt pastanámskeið. ”Við ætlum að gefa ykkur uppskrift að kjúklingarétti sem tengdamamma mín eldar oft fyrir okkur,” sagði Róbert, ”frábær réttur sem svíkur ekki.
Meira

Ráðherra kynnir Hálendisþjóðgarð á fundum um allt land

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fer á næstu dögum í hringferð um landið og kynnir áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en frumvarp þar að lútandi er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Einn fundur verður á Norðurlandi vestra nk. þriðjudag 7. janúar í Húnavallaskóla.
Meira

Baldri leist mjög vel á Deremy

Það styttist í að Dominos-deildin fari af stað á nýjan leik en fyrstu leikirnir í síðari umferð deildarkeppninnar eru á sunnudag. Lið Tindastóls heldur suður yfir Holtavörðuheiðina á mánudaginn og lætur ekki staðar numið fyrr en komið verður í Sláturhúsið í Keflavík þar sem strákarnir mæta sterku liði heimamanna kl. 19:15.
Meira

Sigurður Hansen er Maður ársins 2019 á Norðurlandi vestra

Líkt og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vetra. Gafst fólki kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum en nú bárust sex tilnefningar sem teknar voru til greina. Sigurður Hansen í Kringlumýri í Blönduhlíð hlaut flest atkvæði og ber því titilinn Maður ársins á Norðurlandi vestra.
Meira

Gult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra

Veðurstofa Íslands hefur gefið út veðurviðvaranir fyrir allt landið en hvasst er á Norður- og Austurlandi í dag, hríð og kalt í veðri. Suðaustan stormur með úrkomu verður á öllu landinu á morgun og hlýnar en hríðarviðvaranir eru í gildi á öllu landinu fyrir morgundaginn. Í athugasemd veðurfræðings segir að síðdegis á morgun hláni, svo gott sé að athuga með niðurföll þannig að vatn eigi greiða undankomuleið.
Meira

Ríflega hundrað hross fórust í fárviðrinu

Nú liggur fyrir að ríflega 100 hross fórust í hamfaraveðrinu sem gekk yfir Norðurland vestra dagana 10.-12. desember 2019 og segir á heimasíðu MAST að um mestu afföll á hrossum í áratugi er að ræða. Sá fjöldi svarar til um 0,5% þeirra 20.000 hrossa sem ætla má að hafi verið á útigangi á þessu landssvæði.
Meira

Jarðstrengslagnir í meginflutningskerfinu á Norðurlandi

Um miðjan desember birtist í samráðsgátt stjórnvalda skýrsla, sem unnin var að beiðni ráðuneyta Atvinnuvega- og nýsköpunarmála og Umhverfis- og auðlindamála. Í þessari skýrslu er fjallað um niðurstöður greininga á takmörkunum og áhrifum notkunar jarðstrengja á hæstu spennustigum flutningskerfa raforku. Í skýrslunni er til skoðunar meginflutningskerfi landsins, frá Brennimel í vestri norður um, austur og endað í Sigöldu.
Meira

Ný reglugerð um sektir við brotum á umferðarlögum tók gildi í gær

Í gær, þann 1. janúar 2020, tók gildi ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna umferðarlagabrota til samræmis við ný umferðarlög nr. 77/2019 sem einnig tóku gildi sama dag og má finna helstu ný­mæli nýju laganna í samantekt á vef Sam­göngu­stofu. Meðal breytinga skv. reglugerðinni má nefna að sekt við akstri gegn rauðu ljósi hækkar úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund krónur og að sektir við ölvunarakstri eru hertar.
Meira

Bætur vegna tjóns á búnaði og keyrslu varaaflsvéla

RARIK mun koma til móts við þá viðskiptavini sem urðu fyrir rafmagnsleysi í hinu fordæmalausa illviðri sem brast á 10. desember sl. en hægt er að sækja um bætur vegna keyrslu varaaflsvéla og tjóns á búnaði á heimasíðu fyrirtækisins.
Meira