Stefnt að uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð
feykir.is
Skagafjörður
22.11.2019
kl. 13.12
Á fundi sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 13. nóvember sl. var samþykkt viljayfirlýsing þar sem sveitarfélögin Skagafjörður og Akrahreppur samþykkja að stefna að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Áður hafði hreppsnefnd Akrahrepps samþykkt viljayfirlýsinguna fyrir sitt leiti á fundi sínum þann 30. október sl.
Meira
