Skagafjörður

Jólaljós á Króknum

Það er vetrarríki hér fyrir norðan og Vetur konungur heldur betur búinn að sletta úr klaufunum, enda vel sprækur eftir að hafa sparað handtökin síðasta vetur. Þó snjórinn geti á stundum verið þreytandi og flækst fyrir faraldsfótum þá eru sjálfsagt flestir hrifnari af hvítum jólum en rauðum og það stefnir í verulega hvít jól þetta árið. Í kvöldmyrkrinu spegla jólaljósin sig í fannferginu og ljósmyndari Feykis hefur að undanförnu fangað nokkur jólaleg augnablik á mynd á Króknum.
Meira

Furða sig á málflutningi framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar

Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málflutnings Þórhalls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, í Kastljósi RÚV þann 16. desember sl. í kjölfar óveðursins sem reið yfir í síðustu viku. Telja þeir það vera forgangsmál allra aðila að tryggja að Tetra-kerfið á landinu öllu virki sem skyldi á ögurstundu.
Meira

Engin fyrirstaða með framkvæmdir við Sauðárkrókslínu 2

Sveitarfélagið Skagafjörður stendur við fyrri yfirlýsingu um að ekkert stóð í vegi fyrir því að Landsnet gæti hafið framkvæmdir við Sauðárkrókslínu 2 í kjölfar samþykktar sveitarstjórnar á aðalskipulagi 2009-2021, þann 17. desember 2009 og sem hlaut staðfestingu umhverfisráðherra 25. maí 2012, þar sem línan hafði verið sett inn.
Meira

Körfuboltamót á Blönduósi á laugardaginn

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra stendur fyrir körfuboltamóti á Blönduósi laugardaginn 21. desember. Mótið er fyrir alla krakka á aldrinum 8-16 ára en það verður með því sniði að skipt verður í lið og verður spilað í þremur aldursflokkum; 8-9 ára, 10-12 ára og 13 ára og eldri. Feykir hafði samband við Helga Margeirsson hjá KNV og spurði hann út í mótið og körfuboltaáhugann í Húnavatnssýslum.
Meira

Af mannheimum og veðurguðum

Ekki eru öll kurl komin til grafar eftir fárviðrið sem skall á landinu í síðustu viku. Enn eru íbúar á Norðurlandi, hvar höggið var þyngst, að kljást við truflanir í raforkukerfinu, lagfæra skemmdir á munum og búnaði og bregðast við tjóni vegna rekstrarstöðvunar. Ljóst er að afleiðingarnar eru miklar og víðtækar. Raforkukerfið brást og aðrir innviðir, eins og fjarskiptakerfið, fóru í kjölfarið sömu leið. Það er staðreynd að mikil almannahætta skapaðist á stóru svæði hjá fjölda fólks um alltof langan tíma. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar unnu engu að síður magnað þrekvirki og það er þeim að þakka að ekki fór verr.
Meira

Fákar og fólk – Svipmyndir úr hestamennsku í 30 ár

Eiríkur Jónsson sem hóf að mynda hesta fyrir alvöru sumarið 1979 varð fljótt iðinn við myndatökur á hestamótum og tók þá einkum ljósmyndir fyrir greinar sem hann skrifaði fyrir Vísi og síðar DV, en að auki ritaði hann greinar í ýmis sérblöð og ritstýrði öðrum.
Meira

Ekkert óeðlilegt við leik ÍR og Tindastóls

Uppi varð fótur og fit í lok síðustu viku eftir að kvisast hafði út að grunur væri um veðmálasvindl tengt leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla sem fram fór sl. fimmtudag. Vísir.is greindi strax frá því að leikmenn Tindastóls lægju undir grun þó hvergi hafi komið fram einhver rökstuðningur varðandi það, aðeins að lið Tindastóls tapaði leiknum en það hefur reyndar komið fyrir áður að leikir hafi tapast í Breiðholtinu.
Meira

Vinnuvikan stytt til reynslu í leikskólum Skagafjarðar

Það er mikið framfaramál að Sveitarfélagið Skagafjörður stefni að styttingu vinnuvikunnar á sínum vinnustöðum og vel til fundið að hefja slíkt verkefni í leikskólunum. Það lögðum við í VG og óháðum til vorið 2018 og ennfremur að vinnuvika starfsmanna yrði stytt í 36 stundir á viku, án þess þó að skerða þjónustu á nokkurn hátt. Í áformum VG og óháðra lögðum við áherslu á sveigjanleika fyrir starfsfólk og að komið væri til móts við hvern og einn starfsmann eins og hægt sé. Þannig væru fundnar leiðir sem allir gætu sæst á.
Meira

Rauð viðvörun!

Í ljósi atburða síðustu viku og að samfélagið í Skagafirði er að komast í eðlilegt horf, sem og á landinu öllu, þykir rétt að endurmeta stöðuna. Í aðdraganda þessara eftirminnilegu viku var spáð rauðri viðvörun á Norðurlandi vestra og því alveg ljóst í hvað stefndi – Óveður!
Meira

Rafmagnslaust frá Hvammstanga að Torfustöðum og frá Reykjaskóla að Laugabakka

Í gærkvöldi og nótt voru truflanir á kerfi RARIK út frá Hrútatungu og Laxárvatni og er nú rafmagnslaust á svæðinu frá Hvammstanga að Torfustöðum og frá Reykjaskóla að Laugabakka. Bilanaleit hefur staðið yfir í alla nótt og stendur enn.
Meira