Stólarnir tóku völdin í fjórða leikhluta
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
29.11.2019
kl. 09.29
Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gærkvöldi í 9. umferð Dominos-deildarinnar. Liðin háðu mikið og dramatískt stríð í úrslitakeppninni í vor þar sem Þórsarar slógu Stólana úr leik og mátti því búast við heljarins hanaslag í gærkvöldi. Leikurinn varð hins vegar hálf undarlegur, varnarleikur liðanna í öndvegi en sóknarleikurinn mistækur. Tindastólsmenn hristu þó af sér sliðruorðið í fjórða leikhluta, náðu 19-3 kafla í stigalitlum leik og unnu góðan sigur. Lokatölur 72-67.
Meira
