Skagafjörður

Ekkert óráð á „óráðstefnu"

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra var haldinn á Laugarbakka í Miðfirði sl. þriðjudag, 12. nóvember. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra, í samvinnu við SSNV, efna til sameiginlegs fundar þar sem fulltrúar þeirra hittast og bera saman bækur sínar ásamt því að hlýða á innlegg frá gestafyrirlesurum.
Meira

Leitað að fólki til að manna stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Enginn bauð sig fram til stjórnarsetu á aðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls sem fram fór í Húsi frítímans í gærkvöldi og var því boðað til framhaldsaðalfundar síðar eftir að aðrir dagskrárliðir höfðu verið afgreiddir. Mikill viðsnúningur í rekstri deildarinnar.
Meira

Saga Donnu Sheridan-Mamma mía á fjalir Bifrastar

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn heimsfræga Mamma mía í Bifröst Sauðárkróki föstudaginn 22. nóvember nk. klukkan 20:00. Með hlutverk Donnu fer Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, Helena Árnadóttir leikur Sophie og svo eru það pabbarnir, þeir Sam, Bill og Harry en með hlutverk þeirra fara Sæþór Már Hinriksson, Eysteinn Guðbrandsson og Ásbjörn Waage.
Meira

Stólarnir í öðru sæti eftir hörkuleik við Hauka

Lið Tindastóls og Hauka mættust í kvöld í Síkinu í 7. umferð Dominos-deildarinnar. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn og mátti reikna með miklum baráttuleik eins og jafnan þegar Hafnfirðingar mæta í Síkið. Sú varð enda raunin og var leikurinn fjörugur og hart tekist á. Heimamenn náðu þó snemma yfirhöndinni og þrátt fyrir nokkur áhlaup Haukanna þá dugði það ekki til að koma Stólunum úr jafnvægi og fór svo að lokum að lið Tindastóls sigraði með 12 stiga mun. Lokatölur 89-77.
Meira

Haukarnir mæta í Síkið í kvöld

Aldrei þessu vant verður spilaður körfubolti á Króknum á miðvikudagskvöldi en það er lið Hauka úr Hafnarfirði sem sækir lið Tindastóls heim í 7. umferð Domonos-deildar karla í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Ástæðan er sú að annað kvöld, fimmtudagskvöld, spilar íslenska kvennalandsliðið landsleik í körfubolta og að sjálfsögðu ekki leikið í Dominos-deildinni á landsleiksdegi.
Meira

Kynningarfundir um hrútakost

Búnaðarsambönd landsins standa á næstunni fyrir kynningarfundum í kjölfar útgáfu á nýrri hrútaskrá í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Aðalumfjöllunarefni fundanna er kynning á hrútakosti sæðingastöðvanna en auk þess eru fundirnir kjörinn vettvangur til að ræða ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni að því er segir í frétt á vef Bændablaðsins, bbl.is. Haldnir verða fjórir fundir á svæði Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda og Búnaðarsambands Skagfirðinga; í Sævangi í Steingrímsfirði, í Ásbyrgi á Laugarbakka, í sal BHS á Blönduósi og í Tjarnarbæ í Skagafirði.
Meira

Er áhugi á stofnun rafíþróttadeildar?

Er barnið þitt að loka sig af inni í herbergi til að spila tölvuleiki í fleiri klukkustundir á dag? Hafa hefðbundnar íþróttir ekki vakið áhuga hjá þínu barni? Þú vilt væntanlega allt það besta fyrir þitt barn. Ég er eins og er að vinna í kynningu sem ég mun kynna fyrir stjórn Tindastóls í næsta mánuði. Kynningin snýr að stofnun rafíþróttadeildar þar sem krakkar fá tækifæri til að iðka áhugamál sitt sem íþrótt og fá að læra að spila tölvuleiki á heilbrigðan hátt með öðrum krökkum og eignast þannig fleiri vini.
Meira

Samningar um sóknaráætlanir undirritaðir í gær

Í gær voru undirritaðir nýir sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna, þar á meðal Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, undirrituðu samningana við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum. Grunnframlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en alls nema framlögin 929 milljónum króna með viðaukum og framlagi sveitarfélaga.
Meira

MAST í átaksverkefni vegna afnáms leyfisveitingakerfisins

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), undirrituðu í dag samkomulag um átaksverkefni um aukið eftirlit í kjölfar afnáms leyfisveitingakerfis þann 1. janúar nk. vegna innflutnings á tilteknum landbúnaðarafurðum innan EES.
Meira

Í upphafi skyldi endinn skoða

Undirrituð lagði fram fyrirspurn til Byggðarráðs vegna kostnaðar þess hluta Byggðarsafnsins sem staðsettur er á Sauðárkróki. Í svörum meirihluta Byggðarráðs kemur m.a. fram að sveitarfélagið Skagafjörður greiðir ríflega 600.000 krónur í mánaðarlega leigu af Minjahúsinu. Leigugreiðslur eru því komnar vel yfir 10 milljónir af húsi sem áður var í eigu Sveitarfélagsins, þar til makaskipti við Aðalgötu 21 áttu sér stað. Það er því orðið ansi kostnaðarsamt að hafa ekki fundið safninu varanlegan stað áður en Minjahúsinu var ráðstafað. Í svörum kemur einnig fram að ekki er gert ráð fyrir sýningarrými fyrir varanlegar sýningar Byggðarsafnsins í komandi Menningarhúsi. Það er mikilvægt að íbúar sveitarfélagsins séu vel upplýstir um hvernig sameiginlegum fjármunum okkar er varið, því koma fyrirspurnir mínar og svör meirihluta í heild sinni hér:
Meira