Skagafjörður

Er skynsamlegt að hætta urðun sorps?

Nýlega var sett af stað áskorun á vegum Samskipa og Íslenska Gámafélagsins þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta urðun og er almenningur hvattur til að skrifa undir þá áskorun. Undirliggjandi þessari áskorun er að Íslenska Gámafélagið og Samskip vilja bjóða íslenskri þjóð að þessi félög taki að sér þá endanlegu lausn á úrgangsmálum, sem er að flytja allan óflokkaðan úrgang úr landi til brennslu og raforkuframleiðslu á meginlandi Evrópu.
Meira

Veiddu hnúðlax í Djúpadalsá í Blönduhlíð

Þeir voru heldur betur undrandi bræðurnir frá Minni-Ökrum í Blönduhlíð, Stefán Ármann og Helgi Vagnssynir, er þeir litu fiskinn augum sem þeir veiddu upp úr Dalsánni, skammt frá heimili þeirra um síðustu helgi. Var þar kominn, langt fram í Blönduhlíð, hinn undarlegi fiskur hnúðlax sem tilheyrir ættkvísl Kyrrahafslaxa.
Meira

Keflvíkingar reyndust sterkari í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust í 1. umferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Óhætt er að fullyrða að talsverð eftirvænting hafi verið hjá stuðningsmönnum Tindastóls að sjá mikið breytt lið sitt mæta til leiks en því miður var fátt sem gladdi augað að þessu sinni. Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og frábær byrjun gestanna í síðari hálfleik reyndist of stór biti fyrir lið Tindastóls sem gerði þó sitt besta til að halda spennu í leiknum. Sigur Keflvíkinga var þó sanngjarn en lokatölur voru 77-86.
Meira

Stórhuga framtíðarsýn?

Það verður seint sagt að „endurbæturnar“ á Sundlaug Sauðárkróks, sem staðið hafa yfir um nokkur misseri, einkennist af stórhug eða framtíðarsýn. Endurbætt sundlaug Sauðárkróks eins og hún blasir við íbúum nú, er algerlega úrelt mannvirki, hvort sem litið er til þess út frá sjónarhóli sundíþróttarinnar eða óska almennings. Fjölskyldur með börn sækjast gjarnan eftir grunnum heitum barnalaugum og yfirsýn úr heita pottinum yfir í barnalaugina.
Meira

Endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Undirbúningur að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar, búsetu- og byggðarþróun sveitarfélagsins er hafinn. Í tengslum við vinnu að skipulaginu er leitað er til sérfræðinga, hagaðila og almennings til að ræða áherslur og framtíðarsýn að því er segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2020 en hann veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila allt um land. Einnig styrkir sjóðurinn aðgerðir sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins svo og verkefni til undirbúnings- og hönnunarvinnu vegna styrkhæfra verkefna.
Meira

Dalbæingar telja októbermánuð verða góðan

Í gær var haldinn fundur hjá spámönnum Veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík og mættu þrettán veðurklúbbsmeðlimir en fundur hófst kl 14 og stóð yfir í hálfa klukkustund. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir sáttir með hvernig spáin gekk eftir.
Meira

Texas á Hlíðarenda

Golfarar í Golfklúbbi Sauðárkróks ætla að enda vertíðina með golfmóti á Hlíðarendavelli sunnudaginn 6. október kl 13. Fyrirkomulagið er svokallaður Texas Scramble þar sem báðir leikmenn slá og velja svo betri boltann og slá honum báðir og svo koll af kolli.
Meira

REKO Norðurland með afhendingar í vikunni

Á fimmtudag og föstudag, 3. og 4. október, verða REKO afhendingar á Norðurlandi en þar er um að ræða milliliðalaus viðskipti við framleiðendur á svæðinu. REKO Norðurland var stofnað seint á síðasta ári og voru nokkara afhendingar í fyrravetur en nú er verið að taka upp þráðinn að nýju.
Meira

Ný stjórn VG í Skagafirði kjörin á aðalfundi

Aðalfundur VG í Skagafirði var haldinn í gær, þann 30. september. Á fundinum var farið yfir málefni héraðsins, bæði á vettvangi sveitarstjórna og á landsvísu og einnig var ný stjórn kjörin.
Meira