Skagafjörður

Lillý stóri vinningurinn í Línu Langsokk

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir leikritið um Línu Langsokk nk. föstudag og er óhætt að segja að margir séu orðnir spenntir að fá að horfa á. Leikstjóri er hinn geðþekki Akureyringur Pétur Guðjónsson, sem einhverjir kannast við frá seinasta hausti en þá leikstýrði hann leikhópi Fjölbrautaskólans sem setti upp söngleikinn Grease. Pétur er í viðtali í Feyki vikunnar en þar segir hann að stóri vinningurinn hafi komið upp þar sem leikkonan unga og efnilega, Emilíana Lillý, fari á kostum.
Meira

Landsnet stofnar verkefnaráð vegna Blöndulínu 3

Landsnet vinnur að stofnun verkefnaráðs til undirbúnings Blöndulínu 3, 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Markmiðið með nýju línunni er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi þannig að það ráði betur við truflanir og auki hagkvæmni í orkuvinnslu með samtengingu virkjanasvæða. Mun raforkukerfið þjóna allri uppbyggingu og núverandi starfsemi á Norður- og Austurlandi. Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag.
Meira

Mjólkursamlag KS framleiðir Kefir

Á markað er kominn ný vara sem þróuð var og framleidd er af Mjólkursamlag KS á Sauðárkróki. Um er að ræða aldagamla drykk, Kefir sem margir þekkja, og er MKS fyrst til að framleiða á Íslandi. Varan er seld undir vörumerki Mjólku og er þegar komin í matvöruverslanir.
Meira

Íbúðaverð hækkar mest á landsbyggðinni

Umsvif byggingageirans minnkuðu lítillega í maí og júní sé miðað við veltu en á fyrstu mánuðum ársins hafði þegar tekið að hægja á vexti hans. Samdrátturinn er svipaður og í öðrum atvinnugreinum, en sögulega hafa sveiflur í byggingariðnaði oft verið meiri. Eins hefur dregið úr innflutningi á byggingarhráefnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
Meira

Sjávarútvegsráðherra vill styrkja minnihlutavernd í veiðifélögum

Styrking minnihlutaverndar í veiðifélögum, aðkoma Hafrannsóknastofnunar að gerð arðskráa og afnám milligöngu hins opinbera um greiðslu kostnaðar af arðskrármati eru áherslur í frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna tillögur að þremur meginbreytingum á núgildandi lögum:
Meira

Ný spennusaga frá Merkjalæk

Út er komin bókin Innbrotið eftir Sigurð H. Pétursson, fyrrverandi héraðsdýralækni í Austur-Húnavatnssýslu. Það er Bókaútgáfan Merkjalækur í Austur-Húnavatnssýslu sem gefur bókina út.
Meira

Árangur í verki - Lilja Rafney Magnúsdóttir

Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Heilbrigðis- og umhverfisráðherra okkar hafi einnig staðið sig með miklum sóma.
Meira

Byrjað að leggja Sauðárkrókslínu 2

Steypustöð Skagafjarðar Ehf. er komin af stað við lagningu Sauðárkrókslínu 2 en vegna áforma um aukna orkunotkun á Sauðárkróki á að styrkja tengingu svæðisins við flutningskerfið. Við það eykst orkuafhending og afhendingaröryggi með því að leggja 66 kV jarðstreng, Sauðárkrókslínu 2, frá Varmahlíð að nýju tengivirki á Sauðárkróki.
Meira

Haustfrí í heimabyggð

Vetrarfrí verður í grunnskólunum í Skagafirði næstkomandi fimmtudag og föstudag. Til að hafa ofan af fyrir þeim sem vita ekki hvað þeir eiga að hafa fyrir stafni þessa daga bjóða nokkrir aðilar í firðinum upp á skemmtilega og fræðandi afþreyingu fyrir börn og fullorðna.
Meira

Lína Langsokkur skottast um í Bifröst

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir leikritið um hina sterku og snjöllu Línu Langsokk, sem allir ættu að kannast við, föstudaginn 18. október í Bifröst á Sauðárkróki. Ekki þarf að fjölyrða um uppátæki Línu, sem öll eru stórkostleg og enginn ætti að leika eftir, enda erfitt þegar um sterkustu manneskju í heimi er um að ræða. Með hlutverk Línu fer Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir en vini hennar, Önnu og Tomma, leika þau Kristín Björg Emanúelsdóttir og Ásbjörn Wage. Langsokk sjálfan, sjóræningjann í Suðurhöfum og pabba Línu, leikur Guðbrandur J. Guðbrandsson. Leikstjóri er Pétur Guðjónsson.
Meira