Skagafjörður

Fjölnet semur við Byggðastofnun

Byggðastofnun hefur samið við Fjölnet um hýsingu á umsóknarvef sóknaráætlunar landshluta ásamt ráðgjöf og rekstrarþjónustu sem snýr að kerfinu. Samningurinn kemur í kjölfar verðkönnunar í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið. Tilgangurinn með vefnum er að einfalda aðgengi umsækjenda, fulltrúa landshluta og ráðgjafa þeirra.
Meira

Framkvæmdakostnaður við Aðalgötu 21a og 21b á Sauðárkróki stefnir í 324 milljónir

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í gær var m.a. farið yfir stöðu framkvæmda við Aðalgötu 21a og 21b á Sauðárkróki, húsnæði þau er hýsir veruleikasýningarsetur 1238. Þar kom fram að verkið hafi farið rúm 100 milljónum fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Framkvæmdir eru á lokastigum en á haustdögum verður unnið að lokafrágangi utanhúss og í kjallara.
Meira

Stórfundur íbúa vel sóttur

Stórfundur íbúa í tengslum við vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði sl. þriðjudag. Fundurinn var vel sóttur, líflegar umræður sköpuðust og fram komu margar góðar hugmyndir um framtíðarsýn landshlutans, að því er segir á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Samstarfsnefnd Svf. Skagafjarðar og Akrahrepps leggst af

Síðastliðinn föstudag undirrituðu fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps nýja samninga um annars vegar framkvæmd fjölmargra verkefna sem Sveitarfélagið Skagafjörður tekur að sé að annast fyrir Akrahrepp og hins vegar um þjónustu embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.
Meira

Stórátaks þörf í atvinnumálum á Norðurlandi vestra

Á fundi stjórnar SSNV sem haldinn var þann 6. ágúst sl. var lögð fram greining á fjölda starfandi einstaklinga í landshlutanum og samanburð á milli áranna 2005, 2010 og 2018, byggt á tölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að milli áranna 2010 og 2018 fjölgar starfandi einstaklingum á Norðurlandi vestra um 141 sem er 3,1% fjölgun. Á sama tíma er fjölgunin á landinu öllu 23%.
Meira

Umhleypinga- og vætusamur september

Þriðjudaginn 3. september klukkan 14:00 mættu 13 félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ til fundar til að fara yfir spágildi síðasta mánaðar. Samkvæmt tilkynningu frá spámönnum eru þeir sáttir við hvernig spáin gekk eftir í meginatriðum.
Meira

Tindastóll með lið í 2. deild kvenna

Í kvöld verður haldinn stofnfundur nýs liðs hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls þar sem ætlunin er að leika í 2. deild kvenna. Fundurinn verður haldinn á Grand-Inn bar kl. 21.00. Að sögn Sigríðar Garðarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa liðsins, varð kveikjan að stofnun liðsins til á Körfuboltanámskeiði sem Brynjar Þór Björnsson, fyrrum leikmaður Tindastóls, hélt á Sauðárkróki í sumar. Þar gafst öllum þeim sem höfðu gaman af því að spila körfubolta tækifæri til þjálfa undir hans leiðsögn.
Meira

Sextíu sóttu um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Þann 1. september rann út umsóknarfrestur fyrir nýliðunarstuðning í landbúnaði. Alls bárust 60 umsóknir og segir á heimasíðu Matvælastofnunar að öllum umsækjendum verði svarað fyrir 1. desember.
Meira

Fyrsti í sköfu á Norðurlandi vestra

Haustið er farið að minna duglega á sig með dimmum kvöldum og lækkandi hita yfir nóttina þannig að kartöflugrös fara að falla og berin í stórhættu. Íbúar á Norðurlandi vestra þurftu margir hverjir að grípa í sköfuna í morgun og hreinsa bílrúður áður en lagt var af stað þó frostið hafi kannski ekki verið neitt verulegt.
Meira

Leikum á Króknum safnar fyrir ærslabelg

Nú er sá langþráði draumur orðinn að veruleika að staðsetning hefur verið ákveðin fyrir ærslabelg á Sauðárkrók. Verður hann staðsettur hjá sundlauginni ef næst að fjármagna sjálfan belginn. Hollvinasamtökin Leikum á Króknum standa nú að söfnun fyrir ærslabelgnum.
Meira