Skagafjörður

Stólastúlkur sóttu sigur í Grindavík

Fimmtánda umferðin í Inkasso-deild kvenna kláraðist í dag þegar lið Grindavíkur og Tindastóls mættust á Mustad-vellinum í Grindavík. Lið Tindastóls er að berjast um þriðja sætið í deildinni við lið Hauka í Hafnarfirði og mega ekki misstiga sig í þeirri baráttu þó þriðja sætið gefi lítið annað en stolt og vitni um frábært sumar Stólastúlkna. Niðurstaðan í Grindavík var 0-3 sigur og skutust stelpurnra því upp fyrir Hauka á ný og sitja í þriðja sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.
Meira

Aðgerðaráætlun heilbrigðisstefnu

Á vordögum var samþykkt heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir lagði fram út frá samþykktri þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins frá 2017 um nauðsyn þess að leggja fram slíka stefnu. Hafði ég framsögu með málinu í velferðarnefnd þingsins.
Meira

Humarskelbrot og kjúklingabringa í soja með brokkolí, hvítlauk, hrísgrjónanúðlum og eggjum

Guðmundur Björn Eyþórsson var matgæðingur vikunnar í 32. tbl. Feykis 2017. Hann segist vera Kópavogsbúi og Hólamaður sem kom í Fjörðinn frá Kóngsins Kaupinháfn fljótlega eftir hrun og settist að heima á Hólum en það er „nafli alheimsins eins og allir á Sauðárkróki vita og þeir sem hafa búið hér,“ segir Guðmundur. Á Hólum starfar hann við háskólann sem fjármála- og starfsmannastjóri auk þess sem hann á sér gæluverkefnið Bjórsetur Íslands ásamt tveimur félögum sínum.
Meira

GSS í 2. sæti Íslandsmóts golfklúbba 3. deildar

Karlasveit Golfklúbbs Sauðárkróks lék á Íslandsmóti golfklúbba í 3. deild sem haldið var á Húsatóftarvelli í Grindavík 16.-18. ágúst sl. Sveitina skipuðu þeir Arnar Geir Hjartarson, Brynjar Örn Guðmundsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason. Liðsstjóri var Hjörtur Geirmundsson. „Gott silfur er gulli betra!“ segja þeir í GSS, sáttir með árangurinn.
Meira

Hvernig á að flokka?

Endurvinnslustöðin Flokka á Sauðárkróki birti í gær á vefsíðu sinni, flokka.is, upprifjun á því hvernig Skagfirðingar eiga að flokka úrganginn sinn sem fara á í grænu tunnuna. Þó flestir ættu nú að vera búnir að ná nokkuð góðum tökum á listinni að flokka er alltaf gott og gagnlegt að rifja upp og ekki er útilokað að reglurnar hafi tekið einhverjum breytingum frá upphafi, auk þess sem sömu reglur gilda ekki hjá öllum endurvinnslustöðvum og þeir sem flytja milli svæða þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð við flokkunina.
Meira

Stúlkur af Norðurlandi vestra sópuðu að sér verðlaunum á Akureyrarmóti í frjálsum

Akureyrarmót UFA er haldið á Þórsvelli síðsumars ár hvert. Keppt er í öllum aldursflokkum í helstu greinum frjálsra íþrótta. Undanfarin ár hefur mótið verið hluti af mótaröð FRÍ þar sem sterkasta frjálsíþróttafólk landsins keppir í stigakeppni. Nokkrar stúlkur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda um síðustu helgi og sópuðu að sér verðlaunum.
Meira

Feðgar með níu Íslandsmótstitla

Um síðustu helgi fór fram Meistaramót öldunga á Akureyri en þar kepptu feðgarnir Karl Lúðvíksson í Varmahlíð og sonur hans Theodór og komu hlaðnir verðlaunum frá þeim leikum. Karl æfir hjá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð en Theodór Karlsson Ungmennafélaginu Fjölni í Reykjavík, en keppir alltaf undir merkjum UMSS.
Meira

Malbikun á hluta Skagfirðingabrautar

Í dag, fimmtudaginn 22. ágúst, verður malbikaður hluti Skagfirðingabrautar á Sauðárkróki, frá N1 og norður fyrir gatnamót Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar.
Meira

Sex fúlar flyðrur frá Fáskrúðsfirði í net Stólanna

Tindastólsmenn héldu austur í dag og spiluðu við sprækt lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggðarhöllinni. Eitthvað virðast þessar hallir koma Stólunum úr stuði því líkt og á móti Akranes-Kára á dögunum þá fengu strákarnir rassskell og gáfu andstæðingunum mörk á færibandi. Lokatölur 6-0 og ekki batnaði útlitið á botninum við það.
Meira

Leikskólum færð vegleg gjöf

Nýlega færði Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, Sveitarfélaginu Skagafirði veglega gjöf til allra leikskóla í firðinum. Bryndís hefur starfað á Íslandi sem talmeinafræðingur í rúm 30 ár og hefur gefið út námsefni undir heitinu Lærum og leikum með hljóðin sem ætlað er öllum barnafjölskyldum og skólum. Efnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu Bryndísar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla og hefur það hlotið ýmsar viðurkenningar.
Meira