Sigur í fyrsta æfingaleik Stólanna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.09.2019
kl. 13.33
Lið Tindastóls lék fyrsta æfingaleik sinn fyrir komandi tímabil í körfunni í Þorlákshöfn nú á föstudaginn. Stólarnir eru komnir með fullskipað lið en það sama verður ekki sagt um Þórsara sem tefldu fram mörgum ungum köppum í bland við þekktari stærðir. Stólarnir hafa aðeins æft með fullan hóp í viku eða svo og því kom ekki á óvart að haustbragur væri á liðinu. Sigurinn var þó aldrei í hættu en lokatölur voru 59-81.
Meira
