Skagafjörður

Rækjuforréttur, lambafille og dýrindis eftirréttur

Meira

Ærslabelgurinn á Króknum tilbúinn eftir helgi

Hafist var handa við að koma upp ærslabelg við sundlaugina á Sauðárkróki í gær þegar drengirnir hjá Þ. Hansen hófu jarðvegsvinnu þá sem þeir ætla að leggja til þessa samfélagsverkefnis. Einar Karlsson, sem flytur inn ærslabelgi, segir að helgin verði notuð til að setja belginn upp og væntanlega verði þá hægt að ærslast á honum í næstu viku.
Meira

Meiri frásögur af keppni á hestum - Kristinn Hugason skrifar

Nú hverfum við aftur þar sem frá var horfið í þarsíðasta pistli og sagði frá kappreiðunum miklu á Kili þar sem leysinginn Þórir dúfunef á stokuhryssunni Flugu, sem hið forna höfuðból Flugumýri heitir eftir, sigraði mikinn og margefldan hestamann, Örn að nafni, kallaður landshornamaður, á hestinum Sini, það voru fyrstu kappreiðarnar á Íslandi sem enn lifa í sögnum.
Meira

Nemendur vinna við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Nemendur 7. og 9. bekkja grunnskólanna í Skagafirði, alls 118 nemendur, komu saman í Árskóla í gær og kynntu sér og unnu að endurskipulagningu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar. Verkefnið var unnið að frumkvæði skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar sem stýrði verkefninu.
Meira

Ert þú gæðablóð? - Blóðbíllinn á Sauðárkróki í næstu viku

Blóðbankabíllinn verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúð þriðjudaginn 1. október frá kl. 11-17 og daginn eftir frá kl. 9-11:30. Allir blóðgjafar eru hvattir til að mæta og gefa blóð sem og þeir sem vilja gerast blóðgjafar. Þorbjörg Edda Björnsdóttir, forstöðumaður öflunar blóðgjafa, segir það hafa gríðarlega þýðingu fyrir Blóðbankann að fara út á land í blóðsöfnun.
Meira

Nýr kaffidrykkur frá KS

Mjólkursamlag KS í samstarfi við Te & Kaffi hefur sett á markað markað nýjan kaldbruggaðan kaffidrykk undir nafninu Íslatte. Drykkurinn er sá fyrsti sinnar tegundar sem framleiddur er hér á landi úr kaffibaunum frá Te og kaffi og íslenskri mjólk og þróaður í samvinnu við kaffisérfræðinga Te og kaffi.
Meira

Hefur þú áhuga á að virkja lækinn þinn?

Til stendur hjá SSNV að auglýsa eftir umsóknum í næsta skref rannsókna á hagkvæmni smávirkjana á Norðurlandi vestra, kallað Skref 2. Tilgangur smávirkjanasjóðs Norðurlands vestra er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra.
Meira

Starir leigja Blöndu og Svartá

Ákveðið var á fundi í veiðifélagi Blöndu og Svartár í gærkvöldi að gengið skyldi til samninga veiðifélagið Starir um leigu á laxveiði í Blöndu og Svartá að því að hermt er á veiðivefnum Vötn og veiði. Þar segir að samkvæmt tilboði Stara verði samið til fimm ára og samkvæmt góðum, en þó ónafngreindum heimildum, sé leiguverð í námunda við 60 milljónir. Veiðifélagið Starir leigir m.a. Þverá/Kjarrá, Víðidalsá, Brennuna, Straumana, Litlu-Þverá og Langadalsá við Djúp.
Meira

Stelpurnar taka á móti Skallagrími í kvöld

Undirbúningur meistaraflokka Tindastóls í körfunni stendur nú sem hæst og hafa æfingaleikir farið fram undanfarnar vikur. Í kvöld taka stelpurnar á móti Skallagrími í enn einum æfingaleiknum og hefst hann 20:00 í Síkinu.
Meira

Nýr framleiðslubúnaður hjá Mjólkursamlagi KS

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir uppsetning á nýjum tækjabúnaði til framleiðslu á ferskum mozzarella í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki. Samlagið hóf framleiðslu á þessum osti fyrir tæplega 20 árum og var því komin tími á endurnýjun tækja. Að sögn Jóns Þórs Jósepssonar, framleiðslustjóra MKS, kemur nýi búnaðurinn frá Ítalska fyrirtækinu ALMAC og voru aðilar frá þeim að prufukeyra búnaðinn og kenna starfsmönnum MKS handbrögðin í síðustu viku.
Meira