Skagafjörður

Fyrsti sigur Stólastúlkna í efstu deild á þessari öld kom í upprúllun á Stjörnunni

Kvennalið Tindastóls í körfunni tók á móti liði Stjörnunnar í Síkinu í kvöld í annari umferð Bónus deildarinnar. Margir óttuðust erfiðan leik gegn spútnikliði síðasta tímabils, Stjörnunni, sem hafði lagt Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrstu umferð á meðan lið Tindastóls steinlá í sveiflukenndum leik gegn Aþenu. En það er ekki á vísan að róa þegar kemur að íþróttum og í kvöld hefði mátt halda að það hefði verið lið Tindastóls, ekki Stjörnunnar, sem stóð sig með glæsibrag í efstu deild á síðasta tímabili. Stólastúlkur leiddu frá fyrstu til síðustu mínútu í leiknum og unnu öruggan 26 stiga sigur, 103-77.
Meira

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni fer fram í kvöld þegar Stjarnan kemur norður.
Meira

Elísa Bríet valin efnilegust í Bestu deildinni af Fótbolti.net

Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk um helgina og það fór svo að eftir toppeinvígi Vals og Breiðabliks þá voru það Blikar sem fögnuðu Íslandsmeistaratitli eftir hreinan úrslitaleik gegn Val í síðustu umferð. Jafntefli dugði þeim grænu til sigurs og markalaust var það. Fótbolti.net tilkynnti í gær um val á liði ársins og þá valdi miðillinn efnilegasta leikmann deildarinnar og það hnoss féll í hlut leikmanns Tindastóls, Elísu Bríetar Björnsdóttur frá Skagaströnd. Til hamingju Elísa Bríet!
Meira

Jón Oddur keppir í pílu á erlendri grundu

Einn félagi í Pílukastfélagi Skagafjarðar er að fara að taka þátt í stóru alþjóðlegu móti dagana 9.-13. október næstkomandi. Í tilkynningu á Facebook-síðu PKS er sagt frá því að Jón Oddur Hjálmtýsson er að fara í keppnisferð til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í þremur keppnum; WDF World Open, WDF World Masters og WDF World Championship Qualifier.
Meira

Þetta er allt að koma...| Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland.
Meira

FISK Seafood fjárfestir í bátum og aflaheimildum

Í vikunni var gengið frá samkomulagi Hraðfrystihúss Hellissands og FISK Seafood um kaup á dragnótabátnum Gunnari Bjarnasyni SH-122 sem gerður hefur verið út frá Ólafsvík. Skipið er 100 rúmlestir að stærð og 24 metrar á lengd, smíðað í Kína árið 2001. Gunnar Bjarnason mun leysa Hafdísi SK-4 af hólmi en engar aflaheimildir fylgja með í kaupunum. Umsamið kaupverð er eitt hundrað milljónir króna og verður skipið afhent í síðari hluta desembermánaðar nk. Samkomulagið er gert með fyrirvara um forkaupsrétt Snæfellsbæjar.
Meira

„Veðurfarið hérna í maí til október eru lífsgæði sem létta lundina töluvert“

„Ég stúderaði lögfræði við Háskóla Íslands og Árósa-háskóla fyrir furðulega mörgum árum síðan miðað við hvað ég hélt að ég væri gamall. Svo lauk ég núna nýverið afar áhugaverðu námi í alþjóðarétti með áherslu á mannréttindi við Háskólann í Stokkhólmi. Ég starfa í fjarvinnu frá Íslandi við ýmis lögfræði-verkefni og tek einnig að mér að gagnrýna íslenskar glæpasögur í hjáverkum,“ segir Björn Ingi Óskarsson þegar Feykir finnur hann í fleti í ríki Gústafs konungs Svía nú síðsumars.
Meira

Árskóli hlýtur tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2024

Íslensku menntaverðlaunin eru árleg viðurkenning fyrir framúrskarandi skólastarf eða aðrar umbætur í menntamálum. Tilnefningar voru kynntar fyrr í dag. Verðlaun eru veitt í fimm flokkum en í flokknum þar sem veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur var Árskóli á Sauðárkróki í hópi þriggja aðila sem tilnefndir voru.
Meira

Finnur oft erfiðar og góðar tilfinningar á sama tíma

Það að ganga með og eiga börn er ekki alltaf auðvelt og ekki sjálfgefið að allt gangi að óskum. Það hefur ljósmóðirin Arna Ingimundardóttir reynt á eigin skinni. Arna er uppalin á Sauðárkróki, dóttir Ingimundar [Guðjónssonar tannllæknis] og Huldu Agnarsdóttur. Arna er gift Jóhanni Helgasyni sem er uppalinn á Reynistað, sonur Helga [Sigurðssonar] og Sissu [Sigurlaugar Guðmundsdóttur]. Þau hafa verið saman í rúmlega 20 ár og eiga fjögur börn; þau Ingimund Helga 11 ára, Ástrós Huldu 7 ára, Mikael Nóa sem fæddist 2022 og svo eignuðumst þau hann Arnór Emil á nýársdag.Hún féllst á að segja Feyki sögu sína.
Meira

Ásgarður brotinn niður og endurbyggður

Nú standa yfir framkvæmdir við Ásgarð á Skaga-strönd en það er Borgarverk sem annast endur-byggingu bryggjunnar. Það mun fyrir löngu hafa verið kominn tími á þær. Verkið hófst í byrjun september og voru áætluð verklok í desember á þessu ári. Að sögn Baldurs Magnússonar, hafnarvarðar hjá Skagastrandarhöfn, er ljóst að þeim mun seinka verulega þar sem framkvæmdir hófust mjög seint en m.v. útboðsgögn er gert ráð fyrir 7-8 mánuðum í verkið.
Meira