Fyrsti sigur Stólastúlkna í efstu deild á þessari öld kom í upprúllun á Stjörnunni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.10.2024
kl. 00.04
Kvennalið Tindastóls í körfunni tók á móti liði Stjörnunnar í Síkinu í kvöld í annari umferð Bónus deildarinnar. Margir óttuðust erfiðan leik gegn spútnikliði síðasta tímabils, Stjörnunni, sem hafði lagt Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrstu umferð á meðan lið Tindastóls steinlá í sveiflukenndum leik gegn Aþenu. En það er ekki á vísan að róa þegar kemur að íþróttum og í kvöld hefði mátt halda að það hefði verið lið Tindastóls, ekki Stjörnunnar, sem stóð sig með glæsibrag í efstu deild á síðasta tímabili. Stólastúlkur leiddu frá fyrstu til síðustu mínútu í leiknum og unnu öruggan 26 stiga sigur, 103-77.
Meira