DON'T WAKE ME UP / Chris Brown

Maður er nefndur Christopher Maurice Brown, er 23 ára gamall og hefur vakið talsverða athygli á tónlistarsviðinu. Hér er lag með kappanum sem kallast Don't Wake Me Up.

Vanalega gengur Christopher bara undir nafninu Chris Brown og er kannski þekktastur fyrir að hafa lagt hendur á fyrrum unnustu sína, hana Rihönnu, en þrátt fyrir ungan aldur á hann að baka líflegan feril sem skemmtikraftur í USA. Brown er sjálfmenntaður söngvari og dansari og ku hafa haft Michael Jackson sem sinn helsta innblásara. Þrettán ára gamall komst hann síðan í feitt þegar útsendari frá Hitmission Records uppgötvaði hæfileika hans á bensínstöð pabba hans. Var þá hafist handa við að þjálfa Brown í söng, útbúa demó og reyna að koma honum á samning hjá hljómplötuútgefendum. Hann komst á samning hjá Jive Records árið 2004, 15 ára gamall, og restin er lygasögu líkust.

Don't Wake Me Up er að finna á fimmtu skífu pilts, Fortune,  sem kom út í sumar og hefur notið talsverðrar hylli.

Nánar upplýsingar eru á Wikipediu > 

http://www.youtube.com/watch?v=QOowQeKyNkQ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir