HELLO / Lissie

Lissie er hreint stórskemmtileg amerísk söngkona en árið 2010 valdi Paste tímaritið hana besta nýja sólólistamanninn.

Hún gaf út EP plötuna Why You Runnin í nóvember 2009 og fylgdi henni eftir með breiðskífunni Catching a Tiger sumarið 2010. Sú plata var uppfull af fínu popprokki og innihélt m.a. lögin Record Collector, When I'm Alone og Everywhere I Go.

Lissie er ófeimin við að gefa út koverlög og má nefna t.d. Bad Romance, Nothing Else Matters, Stairway to Heaven, The Ship Song, Go Your Own Way en hér er til sýnis Hello sem Lionel Richie gerði vinsælt 1984. Lagið reyndar frekar í væmnari kantinum og myndbandið sennilega eitt það væmnasta sem gert hefur verið. En hér er eitthvað annað uppi á teningnum.

http://www.youtube.com/watch?v=mRCfE3FVzXw

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir