I'M DREAMING / Randy Newman

Það eru ekki margir flinkari en meistari Randy Newman þegar kemur að því að búa til kaldhæðna texta og laglegar melódíur. Nýlega sendi hann frá sér lagið I'm Dreaming þar sem hann saknar þess að forseti Bandaríkjanna sé ekki hvítur.

Eða eins og segir í textanum: "He won't be the brightest, perhaps/But he'll be the whitest/And I'll vote for that." Að sjálfsögðu er hann að spila með okkur.

Randy Newman kannast kannski ekki margir við en þó er ekkert líklegra en flestir hafi heyrt ansi mörg lög eftir hann án þess að vita af því, enda hefur hann samið feyknin öll af tónlist fyrir kvikmyndir og þá ekki síst teiknimyndir. Hver kannast ekki við You've Got a Friend in Me  úr Toy Story sem KK söng á íslensku Ég er sko vinur þinn.

Svo eru lög á borð við You Can Leave Your Hat On sem Joe Cocker gerði svolítið vinsælt, Mama Told Me Not To Come, Sail Away, I Love LA, Guilty og svo mætti lengi áfram telja. Það er í það minnsta hægt að eyða tímanum í margt vitlausara en að kynna sér breiðskífurnar Sail Away og ekki síst Good Old Boys þar sem Newman gerir óspart grín að suðurríkjamönnum í USA. Kanarnir voru ekki alveg að ná gríninu. Tónlist Randy Newman er píanódrifin en kappinn er alltaf með topplið sér til aðstoðar. Hér að neðan eru nokkrir þræðir á lög Randy Newman, flutt af honum og fleirum.

I'm Dreaming - Randy Newman
http://www.youtube.com/watch?v=cvLeQbwuKys

Guilty - Beth Hart
http://www.youtube.com/watch?v=XcnR23CIPzc

You Can Leave Your Hat On - Joe Cocker
http://www.youtube.com/watch?v=kDR2fXoHdQw

Sail Away - Randy Newman
http://www.youtube.com/watch?v=chaP4MCXp4w

You've Got A Friend In Me - Randy Newman
http://www.youtube.com/watch?v=gV2dA9ZSGEk&feature=relmfu

Mama Told Me Not To Come - Three Dog Night
http://www.youtube.com/watch?v=rKaQzQAlNn4

I Think It's Going To Rain Today - UB40
http://www.youtube.com/watch?v=m8eXr0pqk-Q&feature=related

My Little Buttercup - Three Amigos
http://www.youtube.com/watch?v=Zh7eAG2jJkA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir